Ritmennt - 01.01.1999, Side 22
VETURLIÐI ÓSKARSSON
RITMENNT
En í leiknum bar þeim saman Hróðgeiri og Hálfdani, og var það ei
minna misaldri hvað Hróðgeir var sterkari. Þó var Hálfdan svo mjúkur
að hann fékk hann ei felldan. Veitti hann hönum þá slög og meiðsli með
staf er hann hélt á, svo hann lék ei á móti. Kallaði Hróðgeir þá unninn
leikinn. Hálfdan mælti: „Ekki er þá svo að skilja, þar má til taka sem
frá er horfið." Þeir skildu við það og gengu til hvílu, en að morgni sá
Hringur kóngur son sinn að hann var þrútinn og blár. Hann hafði og
frétt það er hann var barinn. Hafði hann fátt um og bjóst brottu. Varð
lítið um kveðjur með þeim konungum og fór Hálfdan með föður sínum.
Hringur var stuttorður við hann, en er þeir voru komnir nokkuð á leið
snýr Hálfdan aftur og að skíðgarði Haðar. Hróðgeir var fyrir innan og sá
hann. Hann kvað vísu:
Hvar ró hngflar
úr hausi sprottnir?
hinnic förnumm
Hailfdáni?
Hálfdan kvað:
Vert'atto hræsinn
Höds arf þeigi,
máka þat ne armar
maþor of vita,
Fá statto fol
Fölkúngs arfa
annat ærra
a/stan gánga.
hvör umm gard anann
garpa dragi.
Verdra þá hönd
hngfli feiginn.
Hróðgeir lá á garðinum, en Hálfdan kippti til hans svo slcjótt að hann
varaðist ekki, og rak hann niður. Brá hann þá sverði svo að ekki festi
auga á og hjó af honum höfuðið. Síðan huldi hann hræ hans og gekk á
brott. Hann fann sveinahirðir Haðar og kvað vísu:
Seigdo þat Hodi
sveina hyrdir,
at hafi hngfla
Hálfdán goldit.
Síðan fann hann föður sinn. Hann
Hann lcvað:
Þars hafa foldúngs
fordom tídar
hngflum hnotat
at Halfdáni.
Nú liggr Hrodgeir
höggvin mæki
austan garda
ausinn rnoldo.
spyr hví mækir hans var blóðigur.
Nú liggor hardor
Hrodgeir veiginn,
þat man Haudi
hugfastor treigi.
Þeir fóru heim, en af þessu gjörðist fjandskapur með þeim bræðrum. Fór
þá Höður á hendur Hringi með her, en Haddingur veitti Hringi ‘bróðir
þeirra og af því varð ei af orrustu, því að gengið var á milli. Sættust þeir
þá með fébótum, og svo því að Hálfdan skyldi vera brott úr Norveg fO
vetur.
18