Ritmennt - 01.01.1999, Síða 25
RITMENNT
ÍSLENSK BÓK í ÞÝSKU BÓKASAFNI
Að Árbókunum undanskildum hefur aðeins brot af verkum
Jóns verið gefið út og ekki hefur Hálfdanar saga gamla og sona
hans komist á prent fremur en margt annað íslenskra rita síðari
alda. Hálfdanar saga verður víst seint talin til stórverka og stend-
ur í reynd heldur völtum fótum í samanburði við fornaldarsögur
miðalda. Hins vegar er sagan talsvert merkileg í menningarlegu
tilliti, enda er hún sjálf og þær góðu viðtökur sem hún fékk
(varðveitt handrit eru a.m.k. sextán) gott dæmi um þann áhuga
á fornaldarsögum sem bjó með íslenskri alþýðu á 19. öld.
Smáritin fjögur
Bæklingarnir sem bundnir eru inn aftan við handrit Hálfdanar
sögu eru af mismunandi toga og eiga fátt sameiginlegt. Enginn
þeirra hefur markað nein áberandi spor í íslenska bókmennta-
sögu. En á sama hátt og óbrotnir almúgamenn verða skyndilega
nafntogaðir við að sjást í samfylgd sér heldri manna verða þessi
rit allt í einu örlítið forvitnilegri en áður fyrir það að þau skyldu
lenda sarnan í einni hók með Hálfdanar sögu og hafa komist í
eigu mektarmannsins Christians Bunsens sem nánar verður get-
ið síðar.
Fyrsta verlcið á eftir Hálfdanar sögu er Utleggíngar Tilraun af
Gellerts Qvædi, er kallast Sá Kristni, ásamt Vidbætir eptir
sama, „gjord af Þorvaldi Bodvarssyni, Skólahaldara vid Hausa-
stada Barnasltóla". Þetta er 52 blaðsíðna kver með sjö síðna for-
mála, prentað í Leirárgörðum árið 1800. Það er skorið í stærðina
14,2X8,3 sm. Á iii. síðu er prentuð tileinkunin „Háæruverdugri
Stiptprófasts-innu Þuridi Asmundsdóttur, sinni dygdaríkri
Velgjorda Módur med þessum ljódmælum tileinlcud",24 og fylgja
á bls. v-vii nefnd ljóðmæli, átta erindi um gæsku Guðs, erfiða
24 Þuríður Ásmundsdóttir (1743-1817) var þriðja kona Markúsar prófasts Magn-
ússonar í Görðum á Álftanesi. Markús var einn af stofnendum Landsupp-
fræðingarfélagsins 1794 og mikill upplýsingarmaður. í sjálfsævisögu Þorvalds
segir að Markús hafi verið einn af mestu velgjörðamönnum hans eftir að
hann missti hempuna og varð að láta sér nægja illa launað starf skólastjóra á
Hausastöðum. Það má teljast sennilcgt að Markús hafi lagt hönd á plóginn
við að fá þýðingu Þorvalds prentaða í prentsmiðju félagsins og það sé i þakk-
lætisskyni fyrir það og aðra hjálp sem Þorvaldur tileinkar bókina frú Þuríði.
- Ranghermt er hjá Fiske (1890:18) að Þuríður hafi verið móðir Þorvalds. Er
sá misskilningur til kominn vegna orðanna „velgjörða móður".
Gellerts kvæði
21