Ritmennt - 01.01.1999, Qupperneq 27
RITMENNT
ÍSLENSK BÓK í ÞÝSKU BÓKASAFNI
Á eftir Gellerts kvæði korna Læidooms Listeinai ca Golgatha
undei JEsu Kiosse, edui þæi helgudu Læidooms Listei. Fiamsett
i einum Diaume, hvai Læidooms Listeinai koma ad tilbidia
undei Kiossenum, eins og ritið heitir fullu nafni. Þetta er þýðing
úr dönsku eftir „A.E.", prentuð í Kaupmannahöfn 1768. Kverið
er 48 blaðsíður (fimm blöð tölusett á recto-síðum, fjögur ótölu-
sett og 30 blaðsíður tölusettar), 16,7X9,8 sm að stærð. Kantar
eru slitnir og ritið hefur líklega farið um margar hendur áður en
það var bundið inn. í formálanum, sem er þýddur eftir dönsku
útgáfunni, ltemur fram að ritið var í upphafi samið á þýsku af
ónafngreindum manni og gefið út í „Dresdenske gelehrte An-
zeigen" nr. 3 í Dresden 1762. Verkið varð strax vinsælt og var
þýtt á ensku, frönsku og loks á dönsku.
Nafn ritsins segir allt um innihaldið: Höfundurinn lýsir
draumi þar sem vísindin koma upp á Golgatahæð, hinar „helg-
uðu lærdómslistir" í húningi 50 fagurra jómfrúa, ávarpa Krist á
lcrossinum, lofa hann og sýna honum auðmýkt.
Þýðingin er dönskuslcotin og fljótfærnisleg. Setningar á borð
við „hún þvang sig til að brjóta af" (bls. 11; sbr. dönslcu: hun
tvang sig til at bryde af) eru ekki óalgengar í textanum. Þýðand-
inn, sem einungis setur upphafsstafi sína á verkið, mun hafa ver-
ið Ásmundur Einarsson (f. 1741). Um hann er lítið vitað og ber
heimildum ekki saman. Ehrencron-Múller telur hann e.t.v. hafa
verið hermann í danslca hernum28 en aðrir geta hans sem prent-
ara.29 Auk „Lærdómslistanna" mun hann hafa þýtt annað verk
sem út kom í Kaupmannahöfn 1774, Stutt aagiip af þeine
Hejlögu Rittningu (þýðing á Koit Udtogt af de Bibelske Histoi-
iei eftir Joach. Fr. Horster, frá árinu 1774).30 Hún barst til íslands
og átti að dreifa henni ókeypis meðal unglinga en mun hafa ver-
ið dæmd ótæk og þýddi Hálfdan Einarsson hana á ný 1776.31
Af formála Ásmundar að „Lærdómslistunum" má ráða að
hann hafi verið í tengslum við bókasafnarann mikla Otto Thott
greifa og tileinkar Ásmundur honum ritið. Thott hafði allajafna
Læidómslistiinai
£o,ví)ootn§ £i|ícmav
© o I g“« í
iintcr 3<ífu Srofjc,
tbur
|)(?V fyelgubu
gtóoontsgtfiet'.
Sramþtt t linuro
Svditntc,
tjtwt SartDomd eiflcrunr fomn cib f|[.
biClrt unbcr xrofleritlm,
Si;rfl rtf J?gffu nt Sreulfu, (Jln-
gclffu og £»onfiu ufcrfctt,
3flcnt?i?á!,&8umaif'.
of
?(. (S.
‘Prcnlrtb I ifflupmfltjunfjofTi
t)iro Sörobunmum (^rij. ojöiorg C^rtjlop^. SBrrling.
Landsbókasafn.
28 Ehrencron-Miiller 1925:430 (vísar þar í annað rit).
29 Bókagerðarmerm, bls. 198.
30 Sjá Hálfdan Einarsson 1777:212; Bibliotheca Danica 1:108 og 460; Ehrencron-
Muller 1925:430.
31 Bókagerðarmenn, bls. 198; Ehrencron-Muller 1925:430.
23