Ritmennt - 01.01.1999, Síða 30
VETURLIÐI ÓSKARSSON
RITMENNT
lista. Mun þetta vera með því lengsta sem Eggert gekk í að líkja
eftir fornu máli og stafsetningu.39
Eigandi bókarinnar
Christian Carl Josias von Bunsen, eigandi bókarinnar sem hér
var greint frá; var á sínum thna einn af velgjörðamönnum bóka-
safnsins í Korbach. Bunsen fæddist í Korbach 1791 og þar ólst
hann upp. Hann lést árið 1860.40 Bunsen var fjölfróður og vel
menntaður á mörgum sviðum, lögfræði, samanburðarmálfræði,
guðfræði og egiptólógíu, og ritaði allmikið um þessi efni, eink-
um um guðfræði. Frá 1833 bárust bókasafninu reglulega útgefn-
ar bækur hans en tímamót í sögu safnsins urðu réttum 50 árum
seinna þegar sonur hans sá til þess að einkabókasafn Bunsens
eldra rann til menntaskólans í Korbach, um þrjú þúsund bækur
sem eigandinn hafði safnað af mikilli kostgæfni og vandfýsi.
Meðal annars var þar að finna noklcur ómetanleg, fornpersneslc
handrit og fjölda sjaldgæfra prentaðra bóka frá 16.-18. öld sem
stærstu bókasöfn mættu þykja fullsæmd af. Persneslcu handritin
reyndust síðar óprúttnum bókaþjófum of mikil freisting og veit
nú enginn hvar þau eru niður komin. Fáein rit um íslensku og
norræn fræði eru meðal bóka hans: Eddukvæðin frá 1787 og
Kristni saga frá 1773, hvort tveggja gefið út af Árnanefnd í Kaup-
mannahöfn, og þrjú rit úr smiðju Englendingsins George Webbe
Dasents. Þessi rit eru: Snorra-Edda í enskri þýðingu Dasents frá
1842, íslensk málfræði Rasks í enskri þýðingu Dasents frá 1843
og útgáfa hans frá 1845 á gömlum þýðingum á nokkur tungumál
á sögninni af Theophilusi, þeim sem seldi sál sína djöflinum. Er
þar m.a. að finna íslensltar gerðir hennar úr Holm perg 1 4to og
Holm perg 11 4to.41
Bunsen var við nám í norrænum fræðum hjá Finni Magnús-
syni prófessor í Kaupmannahöfn vorið og sumarið 1815. Á þeim
árum stundaði hann nám í Þýslcalandi í heimspeki, lögfræði,
39 Sjá Halldór Hermannsson 1925:49-51.
40 Um Bunsen sjá nánar grein eftir undirritaðan í Sögu 1994 og tilvísanir þar í
heimildir; sbr. einnig Maas 1968.
41 Theophilus in Icelandic, Low German and other tongues (London 1845; sbr.
Maríu sögu, Unger 1871:402-21 og 1080-90). Sjá Halldór Hermannsson
1919:118-20 um þessi þrjú rit Dasents.
26