Ritmennt - 01.01.1999, Side 40

Ritmennt - 01.01.1999, Side 40
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON RITMENNT ber 1827 þakkaði hann honum fyrir að hafa ráðið sér frá að sækja um Reykjavílcurbrauð- ið. I Danmörku sé helst að ræða um að fá prestakall á Jótlandi en á því hafi hann lít- inn áhuga. Samt geti svo farið að hann neyð- ist til þess.11 Fyrstu störf Þorgeirs í þágu Hafnar- deildar Bókmenntafélagsins Hið íslenska bókmenntafélag var nýstofnað þegar Þorgeir kom til Hafnar. Bjarni Þor- steinsson var þá forseti Hafnardeildarinnar. Þorgeir komst fljótlega í kynni við hann eft- ir að hann kom til Hafnar. í bréfi til Bjarna 16. apríl 1839 þakkaði Þorgeir honum fyrir „Venskab, Velvilie og Kjærlighed" um 20 ára skeið. Tuttugu og eitt ár sé liðið síðan hann kom til Kaupmannahafnar, þá óreynd- ur unglingur og nær öllum ókunnur. Bjarni hafi þá reynst honum traustur vinur, ráð- gjafi og velgjörðamaður og þessi vinátta hafi haldist til þessa dags sem hann þakki af heilum huga.12 Eftir að Bjarni fór frá Höfn fóru bréf á milli þeirra meðan sjónin leyfði Bjarna að halda á penna. í handritadeild Landsbókasafns íslands (Lbs 339 b fol) er varðveitt 51 bréf frá Þorgeiri til Bjarna. Þar má fá vitneskju um margt það sem á daga hans dreif. Hið fyrsta er skrifað 7. ágúst 1821 en það síðasta 14. apríl 1847. í Hafnardeild Bókmenntafélagsins var jafnan rúmur tugur íslenskra stúdenta á þessum árum. Þorgeir gerðist félagi í henni á félagsfundi 30. mars 1821. Jafnframt var hann valinn „til félagsins umboðsmanns hér í staðnum" segir í fundargerð. Það var upphafið að störfum hans í þágu Bók- menntafélagsins. Fundargerð dagsett 1. apr- Bj. Th. Bj. Á íslendingaslóðum í Kaupmannahöfn. Hólmsins kirkja, horft inn eftir kirkjuskipinu. Hún er ein þeirra bygginga sem Kristján fjórði lét gera og stendur á grunni akkerasmiðju flotans. Þar þjónaði Þorgeir Guðmundsson sem prestur í nokkur ár. íl 1823 nefnir hann aftur sem umboðsmann félagsins og bólcavörð. Þar kemur fram að starfið er fólgið í bóksölu í Kaupmanna- höfn og annarri umsýslu sem laut að útgáfu- starfsemi félagsins. Á almennum fundi í Hafnardeildinni 1. mars 1824 lagði umboðs- maður lrennar, herra studios. theologiæ Þor- geir Guðmundsson, fram „reikninga og skilríki fyri[r] sínu umboði" á liðnu reikn- ingsári sem laut að því að gera grein fyrir 11 Lbs 339 b fol. 12 Sama handrit. 36
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Ritmennt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.