Ritmennt - 01.01.1999, Qupperneq 43
RITMENNT
I’ORGEIR í LUNDINUM GÓÐA
hlutdeild í að gefa út sex fyrstu bindi Forn-
manna sagna en í þeim voru Noregskon-
unga sögur og ellefta bindið með Jómsvík-
inga sögu og Knytlinga sögu með tilheyr-
andi þáttum.13 Hér var ýmist um að ræða
prófarkalestur eða uppskrift handrita og
samanburð o.fl. eins og að ofan greinir.
Hinn 5. maí 1827 skrifaði Þorgeir Bjarna
Þorsteinssyni og sendi honum áætlun um
að gefa út „fslands héraðasögur".24 Víst má
telja að hann eigi þarna við útgáfu á íslend-
inga sögum á vegum Fornfræðafélagsins
eins og ráð var fyrir gert. Fyrsta bindið, ís-
lendinga sögur I, kom út í Kaupmannahöfn
1829. Þorgeir og Þorsteinn Helgason önnuð-
ust útgáfuna. í bindinu var Islendingabók,
Landnáma, brot af Heiðarvíga sögu og ágrip
Vígastyrs og Heiðarvíga sögu. Islendinga
sögur II komu út 1830. í þeim voru Ljós-
vetninga saga, Svarfdæla saga, Valla-Ljóts
saga, Vermundar saga og Víga-Skútu, og
Víga-Glúms saga. Sögurnar í þessu bindi
höfðu ekki verið prentaðar áður að Víga-
Glúms sögu undanskilinni.
Þessi útgáfa þótti illa unnin. Finnur Jóns-
son lét svo um mælt að hún væri „ein
lakasta útgáfa félagsins, enda sá stjórn þess
það fljótt og var stofnað til annarrar út-
gáfu".25 í þetta skipti var Jóni Sigurðssyni
falið að liefja nýja útgáfu íslendingasagna.
Hann gaf út tvö bindi og í þeim voru nokkr-
ar sörnu sögur sem Þorgeir og Þorsteinn
lröfðu gefið út. Jafnhliða þessum útgáfu-
störfum aðstoðuðu Þorgeir og Þorsteinn
Helgason Rafn við útgáfuna á Fornaldarsög-
um Norðurlanda. Til að mynda segir Rafn í
formála annars hindis urn Ásmundar sögu
kappabana:
Handrit það, sem saga þessi er prentuð eftir, á út-
gefarinn cand. theol. Þorgeiri Guðmundssyni að
þakka, senr það skrifaði í Stokkhólmi eftir
skinnbókinni, er hann sumarið 1827 ferðaðist
þangað í erindum ens Konunglega norræna forn-
fræðafélags.26
Af því sem hér hefir verið tíundað virðist
Þorgeir hafa notið trausts þeirra sem réðu
mestu í Fornfræðafélaginu. Tengdafaðir
hans, Rasmus Langeland jústitsráð, var fé-
hirðir í fyrstu stjórn Fornfræðafélagsins.
Hann kynni að lrafa stuðlað að frarna Þor-
geirs í félaginu þar sem Þorgeir var trúlofað-
ur Maríu dóttur lrans. Fljótt konr á daginn
að Rafn og Langeland áttu eklti suðu sanran
í Fornfræðafélaginu.
Raskdeilan og forsetaskiptin í
Hafnardeildinni
Þorgeir var kjörinn forseti Hafnardeildar í
stað Raslts 15. nrars 1831 en Rask ætlaðist
til að Finnur Magnússon tælci við forseta-
dæminu af sér. Nokkru áður lrófust illvígar
deilur út af ritdómi í Maanedsskrift for Litt-
eratur sem birtist í árslolt 1830 þar senr
þýðing C.C. Rafns á Jómsvíkinga sögu og
Knytlinga sögu var gagnrýnd. Raslt var þá
bæði forseti Bókmennta- og Fornfræðafé-
lagsins og taldi sér sltylt að verja Rafn og
þýðingu lrans en ltonrst af því í snarpa rit-
deilu við Baldvin Einarsson. Islendingar í
Höfn voru grunaðir unr að lrafa átt lrlutdeild
í ritdóminum nreð einunr eða öðrunr lrætti.
23 Almindeligt Forfatter-Lexicon I, bls. 526.
24 Lbs 339 b fol.
25 Hið konúnglega norræna fornfræðafjelag, bls. 7.
26 Fornaldarsögur Norðurlanda II, xiv.
39