Ritmennt - 01.01.1999, Side 44
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
RITMENNT
Sérstaklega lágu Þorgeir og Þorsteinn Helga-
son undir grun. Langeland tengdafaðir Þor-
geirs var kominn í andstöðu við stjórn fé-
lagsins og sonur hans og mágur Þorgeirs
gerði sig beran að fjandskap við það eins og
fram kemur í fundargerðum félagsins og
bréfum Finns Magnússonar til Bjarna Þor-
steinssonar. Því má láta sér til hugar koma
að úr þeim herbúðum hafi sú alda verið
runnin sem hratt deilunni af stað. Innan
Fornfræðafélagsins mögnuðust deilurnar
svo mjög að Rafn setti því úrslitakosti þess
efnis að annaðhvort hætti hann öllum af-
skiptum af rekstri félagsins eða Þorgeir færi
úr því. Félagsmenn kusu að láta Þorgeir
víkja og var það mál frágengið fyrir miðjan
apríl 1831. Finnur Magnússon lagðist gegn
Þorgeiri í þessum átökum. Það kann að hafa
gert sitt til að mánuði áður var gengið fram
hjá Finni þegar Þorgeir var valinn forseti
Hafnardeildar. Finnur gerði Bjarna Þor-
steinssyni grein fyrir afstöðu sinni í bréfi
31. mars 1832. Svo er að skilja sem honum
hafi þótt Bjarna skorta réttan skilning á
málavöxtum. Hann sagðist hafa reynt að
stilla til friðar en nauðsyn hefði borið til að
víkja Þorgeiri úr fornfræðanefndinni
ef verk þess, eins og konungi var lofað, ættu að
koma út í tækan tíma og útgefast á þolanlegan
hátt. [...] Við sáum þá ei annað fyrir en félagsins
kollvörpun, ef engin breyting skeði, og hafði
Rafn þá einsett sér að láta félagið á almennum
fundi sjálft kjósa, hvort hann eður Gjuðmund-
sen] ætti úr því að víkja, þar tilhlýðilegt samerf-
iði var ómögulegt orðið.27
Finnur Jónsson prófessor vék að þessum
átökum í grein um Fornfræðafélagið á
hundrað ára afmæli þess og greindi frá mála-
vöxtum með þessum oróum.
Enginn efi er á því, að Þorgeir Guðmundsson reri
undir málið. Innan félagsins fór í hart milli Rafns
og Þorgeirs og mágs hans; Rafn sagði, að hér eft-
ir væri samvinna milli sín og Þorgeirs ómöguleg,
annarhvor yrði að víkja. Þorgeir lét þá undan og
sagðist ekki geta unnið eins og þá væri komið
málum, en kvaðst skyldu segja sig úr nefndinni,
ef hann fengi 200 rdl. fyrst um sinn í 5 ár frá 1.
jan. 1832. Að þessu gekk stjórnin og félagið, þó
með því, að orðunum „fyrst um sinn" yrði
sleppt, og að því gekk Þorgeir. Þessa fjárkröfu má
verja frá Þorgeirs sjónarmiði; það var þóknun eða
uppbót fyrir vinnu og borgun fyrir seldar bækur,
sem hann þóttist eiga rétt til, eftir því sem stóð
til frá upphafi; en hitt var óþarfi og óverjandi,
sem Þorgeir gerði, að reyna að spilla fyrir félag-
inu og bóksölu þess á Islandi.28
Þorgeir greindi Bjarna Þorsteinssyni einnig
frá málavöxtum 19. apríl 1831 og sagðist þá
að öllum líkindum vera hættur afskiptum
af starfsemi Fornfræðafélagsins. Félagið sé
nú eins og knöttur í hendi Rafns og þeir sem
séu í stjórn þess ásamt honum séu of
þreklausir til að andæfa honum en þeir upp-
lýstari fylgi sér að málum. Hann vék aftur
að úrsögn sinni úr Fornfræðafélaginu í bréfi
til Bjarna 3. maí 1831 og þeim skilmálum
sem hann setti upp. Margir hafi brugðið sér
um veiklyndi að láta undan en elcki sé fýsi-
legt fyrir hann og Þorstein Helgason að
starfa við þau slcilyrði að vera einungis
verkfæri í hendi Rafns.29
Hafnar-íslendingar skiptust í tvo flokka.
Margir hinna yngri fylgdu Baldvin og Þor-
geiri að málum en nokkrir stúdentar gengu
úr Hafnardeildinni eftir að Þorgeir varð þar
forseti. Heima á Islandi voru félagsmenn
27 Hafnarstúdentar skrifa heim, bls. 64.
28 Hið konúnglega norræna fornfræðafjelag, bls. 4.
29 Lbs 339 b fol.
40