Ritmennt - 01.01.1999, Page 46
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
RITMENNT
1826 og bað Bjarna að leggja útgáfunni lið.
Þorgeir sagði að þeir hefðu tekið hana að sér
fyrir bænarstað góðra manna en ljóst væri
að svo stórt verlc sem selja ætti við lágu
verði þarfnaðist fjárhagslegs stuðnings. í
öðru bréfi 28. september 1826 kemur fram
að þeim var veitt 600 dala vaxtalaust lán til
að mæta kostnaðinum. Kansellíið skrifaði
Sjóðnum til almennra þarfa um útgáfuna og
mælti með henni. Þar eru bæði Þorsteinn
Helgason og Þórður Jónasson taldir útgef-
endur auk Gunnlaugs Oddsens og Þor-
geirs.34
Magnús Stephensen taldi Landsuppfræð-
ingarfélagið eiga útgáfuréttinn og lagðist
gegn útgáfunni og skrifaði kansellíinu bréf
28. júlí 1826 og gerði grein fyrir þeirri skoð-
un sinni.35 Kansellíið vildi ekki gera neitt í
málinu og skrifaði Magnúsi 30. september
1826 og sagði það „Retssag" hver ætti út-
gáfuréttinn.36 Postillan hafði verið prentuð
á Hólum, síðast 1798, en upplagið var á
þrotum. Rök Magnúsar voru þau að Lands-
uppfræðingarfélagið hefði erft útgáfuréttinn
ásamt bókaleifum Hólaprents.37 Þá þótti
Magnúsi myrkrahöfðinginn vera Jóni
Vídalín einum of hugstæður því að lrann
tók saman nokkur sýnishorn úr Postillunni
og þýddi á dönsku og sendi lcansellíinu með
áðurnefndu bréfi.38 Fleiri ástæður lcunna að
hafa legið þar að baki. Veturinn áður dvald-
ist Magnús í Kaupmannahöfn. Þar andaði
heldur köldu til hans frá hinum yngri
mönnum sem stóðu að Bókmcnntafélaginu.
Eklti bætti það úr skálc að á vordögum birt-
ust í dönskum blöðum árásir á Magnús og
stjórn hans á Landsuppfræðingarfélaginu. í
bréfi sem Magnús skrifaði Finni Magnús-
syni 10. ágúst 1826 bar þessi skrif á góma og
hugsanlegan þátt Þorgeirs sem Magnús ætl-
aði að væri
einn í því Complotti, vegna ágirndar að ásælast
félagið með Jóns postillu forlagsrétt, til að for-
ljúga sinn fyrri herra, er marga bresti hans hér
vel umbar og styrkti hann árlega með peningum
og Recommendatiónum í Kaupmannahöfn, lýsir
hann sínum innri manni og C[h]aracter, hver
demaskeret ei kemur mér óvart.39
í áðurnefndu bréfi Þorgeirs til Bjarna lcom
hann að grunsemdum Magnúsar og sagði
þær tilhæfulausar með öllu. Nógu margir
yrðu til þess að lcasta steini að Magnúsi þó
að hann fyllti eklci þann flolclc. Endalolcin
urðu þau að postillan lcom út í tveimur
hlutum í Höfn 1827 og 1828. Hún hlaut yf-
irleitt góða dóma eins og fram lcemur í bréfi
Þorgeirs til Bjarna 30. september 1828.40
Þorgeir stóð síðan einn að nýrri útgáfu á
Vídalínspostillu í Kaupmannahöfn árið
1838.
Enn eru ótalin tvö rit guðfræðilegs eðlis
sem lcomu út á vegum Þorgeirs í Kaup-
mannahöfn. Missiraskiptaoffur Jóns Guð-
mundssonar lcom út 1837. Þorsteinn Helga-
son stóð að þeirri útgáfu ásamt Þorgeiri.
Þetta var þriðja útgáfan en áður hafði ritið
verið prentað á Hólum (1779) og í Hrappsey
(1794). Missiraskiptaoffur er 14 hugleiðing-
ar sem átti að lesa sjö fyrstu daga sumars og
vetrar. Þeir félagar slcrifuðu í sameiningu
formála að útgáfunni.
34 Lovsamling for Island IX, bls. 104-07.
35 Sama rit, bls. 102-04.
36 Sama rit, bls. 103.
37 Þjóðskjalasafn íslands. KA.-109.
38 Sama heimild.
39 Magnús Stephensen. Brjef til Finns Magnússonar,
bls. 56.
40 Lbs 339 b fol.
42