Ritmennt - 01.01.1999, Page 47
RITMENNT
ÞORGEIR í LUNDINUM GÓÐA
Frægara rit trúarlegs eðlis kom út tveim-
ur árum seinna og var sú útgáfa kostuð af
Þorgeiri einurn. Árið 1833 kom út í Dan-
rnörku „guðræknisbók" sem bar heitið
Betragtninger over de christelige Troeslær-
domme. Höfundurinn var J.P. Mynster Sjá-
landsbiskup. Bókin varð brátt vinsæl og var
endurútgefin í Danmörku fáum árum síðar.
Ekki er ljóst hvenær Þorgeiri hugkvæmd-
ist að fá þá þremenningana Brynjólf Péturs-
son, Jónas Hallgrímsson og Konráð Gísla-
son til að snúa ritinu á íslensltu. í bréfi til
Bjarna Þorsteinssonar 28. september 1836
víkur Þorgeir að Fjölni og útgefendum hans.
Þar kom fram að honum gast ekki meir en
svo að því hvað útgefendur Fjölnis voru
árásargjarnir og vígreifir og stafsetningar-
breytingarnar féllu í grýtta jörð hjá lionum.
í bréfi til Bjarna 20. apríl vorið eftir kom
Þorgeir aftur að Fjölni og ræddi óvinsældir
hans, einkum meðal prestastéttarinnar, og
að Sunnanpósturinn liefði tekiö hann alvar-
lega aftur úr skaftinu. Hann sæi eldd að það
svaraði kostnaði að gefa út rit sem enginn
vildi kaupa. í bréfinu sagðist liann ckki vita
hvað hver skrifaði nema greinin ísland í
fyrsta árgangi væri eftir Tómas Sæmunds-
son. Kristján Kristjánsson vissi að vísu hvað
hver hefði skrifað en hann vildi engar upp-
lýsingar gefa.41
Ljóst er að Þorgeiri gast eldci að útgefend-
um Fjölnis. Samt gerði hann undantekn-
ingu með Brynjólf Pétursson í bréfi til
Bjarna Þorsteinssonar 1. október 1837 sem
hann sagði að væri „en flink Mand og sær-
deles beleven".42 Hann og Þorgeir höfðu
starfað saman í stjórn Hafnardeildar Bólc-
menntafélagsins í noldcur ár og þekktust
því vel.
Enda þótt Fjölnir félli Þorgeiri engan veg-
inn í geð og Jónas og Konráð væru ekki
menn að hans skapi er ekki annað vitað en
hann liafi verið fullvel sáttur við hvernig
þeir sluifuðu fréttirnar í Skírni 1836 og
þann ferskleika sem einkenndi tungutak
þeirra þar. Orðfæri Mynsters biskups mundi
reisa slcorður við því að þeir hlypu út undan
sér á sarna hátt og í Skírni.
Elclci er vitað hvenær þremenningarnir
hófu að Jrýða verkið. Sagt er að þeir hafi þá
búið allir þrír út í Kristjánshöfn þegar þeir
unnu að þýðingunni og vistarveran þótt illa
hæfa viðfangsefninu.
Sjóðurinn til almennra þarfa lagði gjarn-
an fram fé til að styrlcja útgáfustarfsemi sem
einstalclingar stóðu að. Þannig veitti sjóður-
inn þeim Gunnlaugi Oddssyni, Þorgeiri
Guðmundssyni og Þorsteini E. Hjalmars-
syni 200 dala styrlc til að gefa út íslenslca
þýðingu á Leidarvísi til ad lesa hid Nýa
Testament árið 1822.43 Þorgeir leitaði því
enn á náðir sjóðsins til að styrlcja útgáfuna á
Mynsters hugleiðingum og hlaut 300 dala
styrlc í seðlum samlcvæmt lconungsúrslcurði
2. olctóber 1838. Af greinargerðinni með
umsókninni er ljóst að sjálfri þýðingunni
var þá lolcið „med nogle dygtige Mænds Bi-
stand" en fjármuni skorti til að standa und-
ir prentlcostnaði. Þess var og getið að bislc-
upinn yfir Islandi, Finnur Magnússon pró-
fessor og Tryde stiftprófastur hefðu allir ver-
ið því hlynntir að ritið lcæmi út og var sér-
stalclega vitnað til ummæla stiftprófastsins.
Einnig var slcírslcotað til orða Þorgeirs um
41 Sama handrit.
42 Sama handrit.
43 Fonden ad usus publicos II, bls. 475.
43