Ritmennt - 01.01.1999, Side 61
II
Ingibjörg Steinunn Svenisdóttir
Lestrarfélög presta
Athugun á aðföngum, bólcakosti og útlánum
Möllersku lestrarfélaganna*
Hér er gerð grein fyrir stofnun og starfsemi Möllersku lestrarfélaganna fyrir presta
sem störfuðu víða um landið um miðbik síðustu aldar. Aðallega er fjallað um aðföng
félaganna, þ.e. innkaup, gjafir og styrki, og gerð er tilraun til að greina bókakostinn
með bókfræðimælingum og efnisgreiningu, auk þess sem útlánaskrár cru athugaðar.
Rannsóknin byggist á gögnurn frá félögunum sjálfum og þeim mönnum sem tóku
þátt í starfinu. Skoðaðir voru innkaupalistar, bókalistar og útlánaskrár í gjörðabók-
um, prentaðar bókaskrár, bréfasöfn o.fl. og þannig reynt að fá heillega mynd af þeim
bókakosti sem félögin eignuðust og hvernig hann breyttist með tímanum.
Stofnár Möllersku lestrarfélaganna má telja 1833 þegar Jens
Moller (1779-1833), háskólaprófessor í Kaupmannahöfn,
sendi bólcasendingar til fjögurra staða á íslandi í þeim tilgangi að
þar yrðu stofnuð lestrarfélög fyrir presta. Moller þessi var kenn-
ari við guðfræðideild Hafnarháskóla og þekkti allvel til að-
stæðna presta hér á landi í gegnum kynni sín af íslenskum stúd-
entum og fræðimönnum í Kaupmannahöfn. Hann stóð í bréfa-
sambandi við nokkra fyrrverandi nemendur sína á íslandi og
hafði brennandi áhuga á norrænum fræðum og var m.a. félagi í
Hinu íslenslca bókmenntafélagi.* 1
Líta má á Möllersku lestrarfélögin sem örlítinn anga á meiði
upplýsingarinnar en í kjölfar hennar jókst bókaútgáfa mikið.
* Greinin byggist á hluta af MA-ritgerð höfundar, Hin Möllersku bókasafns- og
lestrarfélög geistlegra í 14 prófastsdæmum á íslandi. Ritgerðin skiptist í tvo
hluta, annars vegar sögu Möllersku lestrarfélaganna þar sem margir nafn-
kunnir Islendingar koma við sögu og hins vegar greiningu á bókakosti félag-
anna sem hér er fjallað um. Ritgerðin var unnin með styrk úr Rannsókna-
námssjóði.
1 Urn Jcns Mollcr, sjá m.a. Professor, Dr. theol. Jens Mollers Optegnelser om
sit Levned; Den danske kitkes historie 6, bls. 65-69; Rasmus Moller:
Nekrolog over J. Möller,- Fr. Thaarup: [Nekrolog].
Den danske kirkes historie, 6. b.
Jens Moller (1779-1833) pró-
fessor í guðfræði við Háskól-
ann í Kaupmannahöfn, upp-
hafsmaður Möllersku lestrar-
félaganna.
57