Ritmennt - 01.01.1999, Page 83
RITMENNT
LESTRARFÉLÖG PRESTA
voru sterlc og sígild verk og vinsæl í meirihluta en minna af nýju
efni. Dönsk og norður-evrópsk áhrif voru yfirgnæfandi og meiri-
hluti ritanna var á dönslcu. Eftir skipti fjórðungsfélaganna
reyndu minni félögin að kaupa nokkuð af því efni sem fór til
annarra félaga. En með tímanum breyttist efnisvalið, minna var
keypt af guðfræði en meira af öðru efni, sérstaklega efni með
sagnfræðilegu ívafi og jafnvel „léttu" lesefni. Þær gjafir sem fé-
lögunum bárust voru yfirleitt af veraldlegum toga og breytti það
myndinni nolckuð. Nýtt efni varð fyrirferðarmeira þegar frá leið
og tímaritakaup jukust. Islensk rit voru fátíð í fyrstu en urðu æ
algengari eftir því sem leið á öldina, enda fjölgaði þeim bókurn
sem gefnar voru út á íslensku. Þegar farið var að taka inn aðra fé-
laga en presta, breyttist efnisvalið jafnframt og er félagið í Mýra-
sýslu dæmi um slíkt, en það varð að almennu lestrarfélagi áður
en öldin leið. Ef litið er til fjölda þeirra bóka sem lestrarfélögin
keyptu er hann eltki miltill á mælilcvarða nútímamanna og hafa
verður í huga að fyrir flesta presta var ekki um önnur bókasöfn
að ræða.
Erfitt er að gera sér grein fyrir notkun bókanna út frá þeim
gögnum sem til eru um útlánin og ekki er hægt að sjá hversu
lengi sú regla hélst að láta nýjar bækur ganga meðal félagsmanna
þegar þær komu. Þó er ljóst að það guðfræðiefni sem var í mestri
notkun meðal prestanna voru guðfræðitímaritin og predikana-
söfnin, enda voru þau stærsti efnisflokkurinn og ef til vill sá að-
gengilegasti fyrir hinn almenna sóknarprest. Af öðru efni fóru
sagnfræðirit mest í útlán, enda var langmest lceypt af þeim. Mest
af efninu sem keypt var flokkast undir alvarlegri ritsmíðar og því
má segja að Möllersku lestrarfélögin hafi staðið undir nafni sem
lestrarfélög fyrir andlegrar stéttar menn.
Dapurlegt er að þessi hugsjón Mollers hefur gleymst og hann
sjálfur. Eftir miðja 19. öldina urðu miklar breytingar á menntun
íslenskra presta. Prestaskólinn var stofnaður 1847 og þá rættust
óskir hans og fleiri um aukna menntun og undirbúning til handa
íslenskum prestum. Starfsemi Möllersku lestrarfélaganna fór
ekki hátt og því er erfitt að greina þau áhrif sem þau höfðu á þró-
un bókasafna á íslandi. Hér var um fámennan hóp manna að
ræða og efnisvalið einhæft, hækurnar voru að stórum hluta á er-
lendum málum og þær þjóðfélagsbreytingar sem ollu því að áhrif
kirkjunnar minnkuðu gerðu það að verkum að bókakosturinn
Handrit mcð þýðingu séra
Þorsteins E. Hjálmarsen í Hít-
ardal á Evsebia og Sophrosyne
eftir Jens Moller. Þorsteinn
var nemandi Mollers í Kaup-
mannahöfn og þeir skrifuðust
á. Bókin var aldrei gefin út á
íslensku. (ÍBR 102 4to|
79