Ritmennt - 01.01.1999, Page 96
ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON
RITMENNT
Titilsíða Beethoven-tilbrigðanna op. 8 (1920-30).
Beethoven og Sögusinfónían
Eins og rakið hefur verið hér að framan voru
áhrif Beethovens á Jón töluverð þegar hinn
síðarnefndi var að hefja tónsmíðaferil sinn.
Jón hélt þó áfram að leita fyrirmynda í verk-
um Beethovens löngu eftir að tónmál hans
var komið í fastar skorður þótt eldti væri
með jafn augljósum hætti og í Beethoven-
tilbrigðunum op. 8. Það var t.d. eltki fyrr en
tuttugu árum eftir að hann lauk við Sögu-
sinfóníuna að Jón benti á fyrirmyndir að
tveimur köflum verksins í tónlist Beet-
hovens. Þá ltom m.a. í fyrsta sinn í ljós að
fyrsti þáttur Sögusinfóníunnar var að
nokkru leyti byggður á Coriolan-forleik
Beethovens. í útvarpskynningu á verkinu
árið 1962 kynnti Jón kaflann með eftirfar-
andi orðum:
Ég mun sýna fram á hér að verk mitt á sér til full-
ar hliðstæður í verkum viðurkenndra meistara.
Til dæmis má telja þátt minn um Slcarphéðin
skyldan Coriolan-forleilc Beethovens. Þeir sem
hafa lesið lýsinguna og söguna um forn-róm-
versku hetjuna Coriolan hjá Plutarch munu
finna skyldleikann með Skarphéðni: mannfyrir-
litninguna og stoltið sem leiðir til dauða og
hræðist ekki dauðann. Sagt er líka að Beethoven
hafi samið mikið af sínum verlcum við lestur
merkra bókmennta, einkum Shalcespeares ...21
Álirif Coriolan-forleiksins á upplraf þáttar-
ins um Skarphéðin eru auðheyrð og sjást
greinilega ef bornir eru saman fyrstu 14
taktar forleiksins og fyrstu 7 taktar Sögusin-
fóníunnar. Langir upphafstónarnir eru í báð-
um verltunum tættir í sundur með harka-
legum áherslum hljómsveitarinnar, og
þagnirnar sem fylgja eru þrungnar spennu
og eftirvæntingu. Raunar er víða að finna
sambærilega staði í verkum Jóns og greini-
legt að hinn „grófi" stíll Beethovens hefur
haft sterk áhrif á Jón og tónmál hans.
I kynningu sinni að Sögusinfóníunni
benti Jón einnig á hvernig þriðji þáttur
verksins, „Björn að baki Kára", væri skyld-
ur tónlist Beethovens:
Þriðji þáttur Söguhljómkviðunnar er gamanþátt-
ur. Ég hefi leitað að hliðstæðum í viðurkenndum
tónbókmenntum og eklci fundið neitt betra en
lítið píanólag eftir Beethoven að nafni „Die Wut
úber den verlorenen Groschen" sem gæti heitið
Ríkisútvarpsins, DB-643). Formáli þessi er annar en
sá sem birtist I greininni „Erfðaskrá Beethovens" í
bæklingi Tónlistarsýningarinnar 1947.
21 Kynning á Sögusinfóníunni, 1. hluti (Segulbanda-
safn Ríkisútvarpsins, TD-248, fyrst útvarpað 23.
janúar 1962).
92