Ritmennt - 01.01.1999, Page 97
RITMENNT__________________________________________________BEETHOVEN í TJARNARGÖTUNNI
Allegro con brio
Tóndæmi 1: Upphaf Coriolan-forleiksins op. 62 eftir Beethoven.
Allegro moderato, molto energico e rigido J=ee ios
á íslensku „Leitin að týnda eyrinum". Beet-
hoven var talinn sparsamur maður, enda augljóst
að óttinn við að missa öryggi sitt og fjárhagslegt
sjálfstæði hefur mótað hann mjög. En í þessu pí-
anólagi hæðist hann að sjálfum sér og sparsemi
sinni, áhyggjum sínum og smámunasemi út af
því að hafa týnt einum eyri [...] í Njálu er hins
vegar Björn í Mörk að leita æru sinnar og hreysti
sem ekki er til. [...] í byrjun hljómsveitarþáttar-
ins um Björn að baki Kára lýsa strokin og slegin
strokhljóðfæri með djúpurn tréblásturshljóðfær-
um ráðleysi og fumi og monti Björns, en lúðra-
köllin lýsa glæsimennsku og öryggi Kára. Oll
hljómsveitin lýsir síðan bardögum og sigrum
Kára þar sem Björn stendur, tifandi og fumandi
og montandi að baki og þykist berjast og sigra
með Kára.22
Það kemur kannski nokkuð á óvart að Jón
skuli hafa viðurkennt svo fúslega áhrif Beet-
hovens á tónslcöpun sína (hvort sem um er
að ræða stóran sinfónískan forleik eða lítið
píanólag), sérstaklega þegar haft er í huga að
tveimur árum áður hafði fón lýst því yfir að
hann forðaðist „framandi áhrif annarra" í
tónlist sinni. Þessar útskýringar gegndu þó
mikilvægu hlutverki í viðleitni Jóns til að
afla tónlist sinni viðurkenningar, því með
því að benda á tengslin við jafn sígilda list
og tónverk Beethovens var Jón að leitast við
að gefa vcrkum sínum aukið sögulegt gildi.
Með þessu geklc Jón í lióp fjölmargra tón-
slcálda sem áður liöfðu eignað sér Beetlioven
22 Kynning á Sögusinfóníunni, 3. hluti (Scgulbanda-
safn Ríkisútvarpsins, TD-248, fyrst útvarpað 6.
febrúar 1962).
93