Ritmennt - 01.01.1999, Side 106
RITMENNT 4 (1999) 102-25
Jón Viðar Jónsson
Leynimelui 13 snýst í
harmleilc
Á árunum 1946 til 1950 fóru nokkur bréf á milli þeirra Haralds Á. Sigurðssonar, stór-
kaupmanns og leikara í Reykjavík, og Gunnars R. Hansen, leilcstjóra og kvikmynda-
gerðarmanns í Kaupmannahöfn. Þessi bréfaskipti, sem eru hér dregin fram í dagsljós,
eru varðveitt í handritadeild Landsbókasafns. Þau hafa bæði leiklistar- og kvik-
myndasögulegt gildi. Annars vegar varpa þau ljósi á aðdraganda þess að Gunnar hélt
til íslands sumarið 1950, settist hér að og gerðist einn atkvæðamesti og að ýmissa
dómi fremsti leikstjóri Islendinga á fyrri hluta sjötta áratugarins, einum mesta ör-
lagatíma íslenskrar leiklistarsögu. Hins vegar leynast í þeim óvæntar og allkostuleg-
ar upplýsingar um það með hvaða hætti ein metnaðarfyllsta tilraun íslendinga til að
hefja innlenda kvikmyndagerð á fyrri hluta aldarinnar fór út um þúfur.
Fimmtudaginn 8. júní 1944 komu ellefu
valinkunnir reykvískir borgarar saman
á Hótel Borg og stofnuðu hlutafélag. Það
hlaut nafnið „Kvikmyndafélagið Saga" og
voru markmið þess skilgreind ítarlega í
stofnsamningi og lögum. Markið var ekki
sett lágt; félaginu var ekki einungis ætlað að
framleiða „fræðslu- og landkynningarkvik-
myndir", „stutta leikþætti og stærri kvik-
myndir um þjóðleg efni með íslenskum
leikurum", heldur skyldi það einnig „flytja
inn úrvals erlendar fræðslu- og skemmti-
kvikmyndir", koma upp „fullkomnu
fræðslukvikmyndasafni", reka kvikmynda-
hús í Reykjavík, útvega vélar til sýningar á
kvikmyndum, sjá um dreifingu á kvik-
myndum fyrir erlend kvikmyndafélög
o.s.frv. Stjórnarformaður þess var kjörinn
Haraldur Á. Sigurðsson, stórkaupmaður og
leikari, og framkvæmdastjóri Sören Sören-
son. Sören var einnig meðal stofnfélaga og
titlaður lyfsölustjóri í yfirliti gerðabókar
um þá.1
Félagið hélt uppi nokkurri starfsemi
næstu ár en lognaðist út af uin eða upp úr
1950; síðasta fundargerðin er frá 5. júní 1949
og hafði þá ekkert verið skráð í rúm tvö ár.
1 Sjá gerðabók Kvikmyndafélagsins Sögu sem er nú í
vörslu Saga Film. Þangað eru sóttar þær upplýsing-
ar sem koma hér fram um stofnun og starf Sögu.
Jón Þór Hannesson, forstjóri Saga Film, veitti mér
góðfúslega aðgang að bókinni og kann ég honum
bestu þakkir fyrir. Stofnendur félagsins, aðrir en
þeir sem eru nefndir hér að ofan, voru Birgir Kjaran
hagfræðingur, Emil Thoroddsen tónskáld, Hákon
Bjarnason skógræktarstjóri, Halldór Hansen dr.
med., Helgi Elíasson fræðslumálastjóri, Indriði
Waage leikari, Jónas B. Jónsson fræðslufulltrúi,
Magnús Kjaran stórkaupmaður og Þorsteinn Ein-
arsson íþróttafulltrúi.
102