Ritmennt - 01.01.1999, Síða 107
RITMENNT
LEYNIMELUR 13 SNÝST I HARMLEIK
Áform Sögu-manna reyndust að flestu leyti
loftkastalar. Vantaði þó ekki að „mikið væri
fundað og mikið talað" eins og einn fárra
stofnfélaga sem enn lifa, Þorsteinn Einars-
son fyrrverandi íþróttafulltrúi, orðaði það í
samtali við greinarhöfund vorið 1999, og
framkvæmdastjórinn sinnti starfi sínu af
elju, ferðaðist til útlanda til að afla sam-
banda og stundaði sjálfur myndatölcur í gríð
og erg. Eftir því sem næst verður komist
skildi allt þetta starf einungis eftir fáeinar
fræðslumyndir eða brot úr slíkum myndum
ásamt þeim leifum af leikinni kvikmynd í
fullri lengd sem síðar verður greint frá.
Að einu leyti náði þó Kvikmyndafélagið
Saga að marka sýnileg spor í listasöguna.
Það var sem sé fyrir tilverknað þess, eða
öllu heldur stjórnarformannsins Haralds Á.
Sigurðssonar, að danski leikstjórinn Gunnar
R. Hansen réðst hingað til starfa sumarið
1950. Var starfi hans á vegum fyrirtækisins
lokið og hann á lausum lcjala þá um haustið
þegar Leikfélagi Reykjavíkur lá allra rnest á
að finna sér góðan leikstjóra í samkeppn-
inni við nýstofnað Þjóðleikhús. Vann
Gunnar ómetanlegt starf í þarfir leikhússins
næstu ár og stýrði flestum, ef eklci öllum,
merkustu sýningum þess frarn yfir miðjan
sjötta áratuginn. Hef ég áður rakið helstu at-
riði urn uppruna hans og starfsferil í ritgerð-
inni „Að tjaldabaki hjá Leikfélagi Reykja-
víkur veturinn 1934-35", sem birtist í
Tímariti Máls og menningar, 4. hefti 1998,
og læt hér nægja að vísa til hennar um þau.
Þó verður ekki komist hjá að rifja upp fáein-
ar staðreyndir og bæta öðrum við þær sem
þar eru tíundaðar.
Kynni Gunnars af íslandi og íslendingum
voru um þetta leyti orðin gamalgróin þó að
Þjóöminjasafn íslands.
Gunnar R. Hanscn (1901-64).
ekki væru þau sprottin af ættartengslum
eða venslum við Frónhyggja. Faðir hans var
annar aðalforstjóri eins stærsta skipafyrir-
tækis Dana, C.K. Hansen, sem var stofnað
af langafa Gunnars um miðja 19. öld. Fjöl-
skyldan var stórefnuð. Ekki hneigðist hugur
Gunnars þó að viðskiptum eða fjármála-
sýslu, heldur listum, og var sá áhugi hans
svo víðfeðmur að lengi vafðist fyrir honum
hverri grein þeirra hann vildi helst þjóna.
Leiddi þessi leit hann tvítugan að aldri á
fund þess manns sem varð honum meiri ör-
lagavaldur en aðrir, Guðmundar Kamban.
Hreifst Gunnar mjög af list hans og mikil-
103