Ritmennt - 01.01.1999, Page 109
RITMENNT
LEYNIMELUR 13 SNÝST í HARMLEIK
sem hér verður blásið ryk af, í safni Gunn-
ars í handritadeild Landsbókasafns.4 Telcið
skal fram að hvor um sig ritar á móðurmáli
sínu og að tilvitnanir í bréf Gunnars eru
þýddar af greinarhöfundi.
Bréf þessi hafa ýmislegt gildi sem réttlæt-
ir birtingu úr þeim. I fyrsta lagi eru þau op-
inská og lýsa bréfriturunum slcemmtilega. í
öðru lagi er þar að finna lifandi myndir úr
samtíðinni sem gefa m.a. hugboð um and-
rúmsloftið í skiptum íslendinga og Dana
eftir að stríði lauk og lýðveldi var stofnað á
íslandi. í þriðja lagi eru þau bein heimild
um kvikmyndabjástur Haralds Á. og félaga
og til þess fallin að vekja óþægilegar spurn-
ingar um fagmennslcuna í íslenskri kvilc-
myndagerð á fyrri hluta aldarinnar. Jafnvel
má vera að þar sé að finna nolckra vísbend-
ingu um orsakir þess hversu undarlega síð-
búið íslenska kvilcmyndavorið varð - þó að
vitaslculd sé lcvilcmyndasagnfræðinga að
leggja dóm á það.
Fyrsta bréf Haralds til Gunnars er týnt,
en ljóst er af svarbréfi Gunnars, sem hann
tók afrit af eins og flestum öðrum bréfum
sínurn, að í því var hann aðallega að spyrja
tíðinda af gömlum kunningja. Einnig hefur
hann minnst eitthvað á lcvilcmyndaáformin
og sent Gunnari eintalc af bólc sem hann
hafði gefið út nolclcrum árurn áður.5
Gunnar svarar Haraldi 24. febrúar 1946:
Kæri Halli.
Þalcka þér bréfið! En hvað það var indælt að
heyra aftur frá íslandi og frá þér - heyra að þér
líður vel eins og mér slcilst af bréfi þínu. Það er
svo merkilegt, en einhvern veginn finnst mér að
ef ég lcæmi aftur til íslands - og það á ég vonandi
eftir að gera - þá yrði það eins og ég hefði verið
þar í gær, allar stemmningar standa mér svo lif-
Þjódminjasafn íslands.
Haraldur Á. Sigurðsson (1901-84).
andi fyrir hugskotssjónum. En á hinn bóginn eru
þessi tíu ár lílcust heilli eilífð, einhverju sem er
komið út í óendanlegan fjarska - og auðvitað eru
það þessi síðustu fimm vondu ár sem valda því.
Þau hafa verið ríkari að reynslu en nokkur önnur
ár í lífi manns. Hver dagur var svo fullur af óþæg-
indum og sorg og óhugnaði. Þú veist hvað ég slcil
innilega hvað íslendingum fannst þeir ófrjálsir
og ósjálfstæðir undir Dönum - en í samanburði
við hina [þ.e. nasistana] voru hinir hötuðu
Danir, sem mökuðu krókinn á íslandi og arð-
rændu þjóðina, þrátt fyrir allt hreinir englar. Að
minnsta lcosti í aðferðum sínum og framkomu.
4 Sjá Lbs 4151 4to.
5 Bólcin er eklci nefnd á nafn í bréfunum, en þar er
vafalaust um að ræða sagnasafnið Bak við tjöldin
sem Haraldur Á. sendi frá sér árið 1941 undir dul-
nefninu Hans klaufi.