Ritmennt - 01.01.1999, Síða 110
JÓN VIÐAR JÓNSSON
RITMENNT
Þeir óðu ekki um með morðum og ofbeldi eins
og nasistarnir geróu hér. Nú um jólin voru settir
upp litlir grcnikrossar á götunum, við þá staði
þar sem Danir höfðu verið drepnir af nasistum -
það var skelfilegt að sjá hvað þeir voru margir.
Mér hefur oft orðið hugsað til íslands þessi ár.
Þið voruð líka hernumdir, en á allt annan hátt;
kannski voruð þið oft gramir við þessa útlend-
inga, en þeir kvöldu ykkur og hrjáðu a.m.k. ekki.
Ég hef getað fylgst svolítið með því að ég fékk
„Fréttir" mánaðarlega sem félagi í Islendingafé-
laginu, vélritaðar - þær voru oft nokkurra mán-
aða gamlar, þessar fréttir, en maður fylgdist þó
svolítið með. Þeim var víst dreift meira og
minna ólöglega, opinberlega urðu allar fréttir að
fara í gegnum þýsku ritskoðunina. Og því máttu
trúa, Halli, að allar mínar hlýjustu hugsanir
sendi ég til íslands daginn sem við héldum upp á
sjálfstæði ykkar í félaginu! Það var ekki hægt að
halda þann veislufögnuð sem ástæða var til, við
rétt náðum að hlýða á ræðurnar, síðan urðum við
að fara heim, öllu var lokað svo snemma. Auð-
vitað voru þar ekki margir Danir, ég var einn af
þeim fáu og gladdist mjög. Og ég hef stöðugt
reynt að segja löndum mínum að þið vissuð vel
hvað þið voruð að gera, við þyrftum ekki að vera
móðgaðir fyrir eigin hönd eða konungsins. Mér
fannst sjálfsagt mál að þið yrðuð að þekkja stöðu
ykkar þegar friður kæmist á. Þú veist að ég hef
alltaf hlakkað til þessa dags því að ég vissi að
hann myndi gera ykkur glaða - og það skipti
sannarlega mestu máli.
Ekki skortir átakanlega dramatík í frásögn
Gunnars af lífi sínu og sinna nánustu á
stríðsárunum:
Menn gátu hvenær sem var orðið fyrir því að
vera þar staddir sem andspyrnuhreyfingin hafði
tekið af lífi Þjóðverja eða einhvern af áhangend-
um þeirra - og þá voru þeir mættir þar nokkrum
klukkutímum seinna og skutu þann fyrsta sem
þeir sáu á staðnum. Þessi hefndarmorð voru við-
urstyggileg og þannig var mágur minn myrtur
heima hjá sér af þremur illvirkjum sem brutust
inn um miðja nótt. Þeir læstu systur mína inni í
svefnherberginu drógu mág minn niður í reyk-
stofuna og skutu hann aftan frá með vélbyssu.
Það var til að hefna þess að reynt hafði verið að
sprengja þýska herskipið „Nurnberg" sem lá á
höfninni í loft upp. Og mágur rninn var hafnar-
stjóri, og því skyldi hann drepinn þó að hann
hefði ekki á nokkurn hátt komið nærri því. Þeg-
ar þetta gerðist var elsti sonur systur minnar í
fangabúðunum Neuengamme hjá Hamborg -
mánuði síðar bárust henni þær fréttir að hann
hefði dáið úr blóðkreppusótt 21 árs gamall. Nú á
hún aðeins einn son svo hún hefur orðið að þjást
mikið. Það var ekkert gert fyrir fangana í fanga-
búðunum, svínaríið var ótrúlegt, nasistarnir
vildu helst að fangarnir dæju. Niels var handtek-
inn fyrir að ljósmynda Shell-húsið alræmda sem
var aðalbækistöð Gestapo í Kaupmannahöfn og
Englendingar gerðu seinna á loftárás.
Það voru aðeins tvær sprengjuárásir gerðar á
Kaupmannahöfn, í fyrra skiptið var skipasmiðja
Burmeister og Wains sprengd í loft upp; hún er
stutt þar frá sem ég bý - það var heldur
óskemmtileg lífsreynsla. Til allrar hamingju var
árásin óhemju nákvæm og kostaði bara fáein
mannslíf í sykurverksmiðjunni við hliðina sem
varð líka fyrir sprengju. Annars var stundum
býsna líflegt í hverfinu hjá mér, ekki síst daginn
sem Þjóðverjar gáfust upp - aðfaranótt 5. maí og
daginn eftir - því að andspyrnuhreyfingin var
með aðalbækistöðvar í næsta húsi við eitt hesta
vinafólk mitt. Ég skrapp þangað til að hitta þau,
það var hátíð í bænum, en við lágum mestalla
nóttina og fram á næsta dag á gólfinu í setustof-
unni á meðan linnulaus skothríð dundi á húsinu.
Um miðja nótt urðum við að fara út til að bera
helsærðan mann inn í húsið þangað til sjúkra-
bíllinn kom - til allar hamingju komst hann í
gegn. Daginn eftir sá ég tvo menn særða, en ég
veit ekki hvað alvarlega, það var ekki sjón að sjá
þá.
Svo þú skilur að við höfum notið friðar og
frelsis eftir þetta!
Talið berst einnig að dauða Kambans sem
þá var að sjálfsögðu milcið ræddur og ýmsar
skoðanir uppi um. Segir Gunnar morðið
106