Ritmennt - 01.01.1999, Page 111
RITMENNT
LEYNIMELUR 13 SNÝST í HARMLEIK
hafa verið slys, enginn hafi ætlað að drepa
hann:
Á hinn bóginn var brjálæði af honum að vera
með mótþróa þegar þeir ætluðu að taka hann
fastan. Á sama tíma var verið að skjóta úti um
allan bæ - þar sem ég sjálfur lokaðist inni - og
víða þar sem félagar úr andspyrnuhreyfingunni
birtust var tekið á móti þeim með vélbyssuslcot-
hríð. Svo það var elclci skrýtið þótt þeir væru
taugaveiklaðir. Menn vissu ýmislegt afar óheppi-
legt um Kamban, það er sannað að hann stóð í
sambandi bæði við nasistana hér og Þjóðverja -
og flestir þeirra höfðu vopn undir höndum. Ég
hef lesið grein Kristjáns Albertssonar í Morgun-
blaðinu, þar er þagað um mjög veigamikla hluti,
t.d. að Kamban bjó sem gestur á Knuthenborg hjá
Knuth greifa sem var einn af allra verstu land-
ráðamönnunum. Magister Werner við Utvarpið
hefur einnig sagt mér að Kamban hafi reynt að fá
Þjóðverja til að knýja í gegn að hann yrði ráðinn
leikstjóri við Utvarpið. Það strandaði einungis á
því að hann heimtaði 1000 kr. fyrir hvert leik-
stjórnarverkefni (venjuleg greiðsla er 300 kr.). Þá
létu Þjóðverjar kröfuna niður falla, þeir voru að
þessu sinni tiltölulega skikkanlegir, og lcröfðust
þess ekki að maður, sem hefði verið ráðinn í
skjóli þeirra, fengi hærra kaup en aðrir leikstjór-
ar. - Ég hef ekki sannanir fyrir fleiri af þeim
sögusögnum sem ganga um Kamban, en þetta
sem ég hef nefnt hefði nægt til að koma í veg fyr-
ir að hann hefði nokkurn tímann fengið leikrit
flutt eða bók gefna út eftir sig í Danmörku. Við
hörmum öll endalok hans - en jafn „saklaus" og
Kristján vill gera hann, það var hann eltki. Hann
launaði Dönum illa þá gestrisni sem þeir höfðu
sýnt honum alla tíð. Þetta er ég að skrifa til þess
að ekki verði til á íslandi goðsaga um mikið ís-
lenskt skáld sem var myrtur saklaus af Dönum.
Við orð Gunnars um framferði Kambans á
stríðsárunum er skylt að bæta því að Ásgeir
Guðmundsson sagnfræðingur hefur í bók-
inni Beilínarblús birt niðurstöður ítarlegra
rannsókna sinna á þessum tíma í lífi sltálds-
I’jóðminjasafn íslands.
Guðmundur Kamban (1888-1945).
ins, einkum að því er varðar samskipti hans
við Þjóðverja og þýsk hernámsyfirvöld í
Danmörku. Koma þær í hvívetna heirn við
það sem Gunnar segir um viðskipti hans við
danslca útvarpið.6
Af eigin högum lætur Gunnar vel. Hann
segir Haraldi að hann hafi næsturn alveg
lagt leiklistina á hilluna og fáist nú rnest við
kvikmyndagerð. Hann kveðst m.a. hafa gert
mynd um „dómkirkjuna í Hróarskeldu,
danskar konungagrafir, hverfið við Adel- og
6 Sjá Ásgeir Guðmundsson, Berlínarblús (Reykjavík
1996), bls. 205-09.
107