Ritmennt - 01.01.1999, Page 112
JÓN VIÐAR JÓNSSON
RITMENNT
Borgergade, sem nú hefur verið rifið, nátt-
úrulífsmynd um Issefjorden, jósku heiðarn-
ar, héraðið í kringum Silkeborg, postulíns-
gerð. Nú er ég að ganga frá mynd um sveins-
menntun - þannig að þú sérð að ég hef ým-
is járn í eldinum. Mér finnst afar gaman að
því."
Að lokum spyr Gunnar tíðinda af sameig-
inlegum kunningjum, þ.á m. Birni Bjarna-
syni (Bjúsa) sem hann kveðst hafa umgeng-
ist talsvert í Kaupmannahöfn á sínurn tíma
og Eggerti Stefánssyni söngvara. Hann biður
einnig fyrir kveðjur til gamalla kunningja í
Leikfélaginu, Soffíu, Brynjólfs og Mörtu
Indriðadóttur. Þá er hann forvitinn að frétta
af Halldóri Kiljan Laxness og hvort hann
hafi skrifað eitthvað nýtt: „Hann á heilan
söfnuð hér, hann er kannski ekki ýkja stór
en því einlægari í aðdáun sinni."
Hann lofar að hafa aftur samband og von-
ast til að heyra meira frá Haraldi. Hann orð-
ar það einnig við hann hvort hann geti ekki
sent sér ofurlítið te því að te sé nýfarið að
berast til landsins en skammtarnir mjög
smáir og gæðin eklci mikil. Það sé svo
örvandi að drekka te þegar setið sé við
skriftir.
Haraldur svarar um hæl 12. mars. Með
bréfinu fylgdi stór palcki fullur af tei, kaffi
og sígarettum ásamt nokkrum nýjum ís-
lenskum bókum. Bréfið hefst svo:
Kæri vinur Gunnar.
Eg þakka þér innilega fyrir þitt langa og
skemmtilega bréf. Mér barst það í hendur í gær,
rétt áður en ég fór niður í Iðnó til þess að leika í
nýju revýunni okkar, svo að ég hafði eklci tíma
til að lesa það fyrr en ég kom aftur heim um tólf-
leytið. Þá las ég það og ég hef lesið það oft og
mörgum sinnum í dag. Ég þakka þér fyrir þann
hlýja hug, sem að skín út úr hverju orði bréfsins,
hlýja hug, til litla landsins langt norður í höfum.
Ég hef aldrei efast um að þú berð ást í hjarta þínu
til þessarar litlu snæviþöktu eyju, og það er svo
dásamlegt að vita það, að einhver úti í hinni
stóru og voldugu veröld ber kærleika til landsins
manns. Þú minnist á skilnað íslands og Dan-
merkur. Ég vildi óska að öll danska þjóðin hefði
verið stödd á Þingvöllum 17. júní, og hlustað á
þegar slceytið frá Kristjáni konungi var lesið upp,
og þá mundi enginn danskur maður efast um að
Islendingar höfðu gleymt öllu sem á dagana hafði
drifið á undanförnum öldum, og að hvert einasta
íslenskt hjarta var búið að fyrirgefa það sem gert
hafði verið á hluta okkar. En svo fóru að berast
fréttir frá Danmörku um að Danir væru sárir út
í okkur, og að þeir íslendingar sem dvöldu í Dan-
mörku yrðu varir við kulda í okkar garð, og þá
voru þeir auðvitað margir sem að elcki töluðu
um Dani af neinum hlýleika. Þó er mér ljúft að
geta þess, að ekkert af blöðunum hér ræddi þetta
mál nema af fullri kurteisi. Þeir sem að hugsuðu
þetta mál af gaumgæfni skildu strax að almenn-
ingur í Danmörku hefur ekki vitað jafn mikið
um aðstöðu okkar og æskilegt hefði verið. Við
héldum okkar samningi og það var ekki oklcar
sölc að ástandið í Danmörku var eins og það var.
Við héldum að Danir mundu skilja okkur, nú
betur en nokkurn tímann áður. - Ástandið í
heiminum var þannig að vel hefði getað þannig
farið, að hefðum við ekki gripið það tækifæri
sem við höfðum barist fyrir um öll þessi ár, þá
gátum við átt á hættu að hið langþráða frelsi félli
okkur aldrei í skaut. Hér var herlið erlendrar
þjóðar, þjóðar sem í hvívetna hafði sýnt okkur
vinsemd, en hvað gat ekki komið fyrir þegar
stríðinu lauk? Þú veist að Bandaríkin eru að fara
fram á að fá hernaðarbækistöðu hér á landi um
óákveðinn tíma. Hefðum við ekki verið orðnir
frjálsir hefði aðstaða okkar verið allt önnur en
hún er í dag, og ég er þess fullviss, að hún hefði
verið miklu veikari. Þetta allt verður að taka til
greina þegar um þessi mál er hugsað og rætt.
Haraldur kveðst vona að „framtíðin beri í
slcauti sínu aukna samúð og samstarf milli
108