Ritmennt - 01.01.1999, Page 115

Ritmennt - 01.01.1999, Page 115
RITMENNT LEYNIMELUR 13 SNÝST í HARMLEIK höfum fengið viðurkenningu fyrir því að við sé- um að vinna að menningu og fræðslu í sveitum landsins, en erum ekki eingöngu fjáraflamenn sem aðeins hugsa um að græða. Haraldur segir hafa staðið til að hann færi sjálfur fyrir Sögu til Hollywood vorið 1947 „til þess að læra að skrifa manuskrift fyrir lcvikmyndir". Hann hafi þó ekki áhuga á að leggja í svo langt og strangt ferðalag og vilji miklu heldur dvelja þennan tíma í Englandi eða Danmörku; komist hann „undir hand- leiðslu réttra manna á öðrum hvorum staðnum", telur hann sig geta lært fullt eins mikið og í Hollywood. Hann vill gjarnan heyra álit Gunnars á þessum ráðagerðum. En Haraldur hefur fleira á prjónunum. Hann stingur því að Gunnari hvort hann geti ekki orðið þeim að liði „með að skrifa manuskrift að fræðslumynd sem tekur 10-12 mínútur?" og spyr einnig hvað hann taki fyrir að sltrifa stærra manuskrift, fyrir filmu sem tæki 1 ‘/2 til 2 klukkutíma? Stærri filmur kæmu nátt- úrlega ekki til greina fyrr en á næsta ári. Þú gæt- ir ef til vill fengið þó nokkuð extra með því að gera þetta, ef tírni þinn leyfir. Við myndum senda þér öll þau gögn sem nauðsynleg væru til þess að þú gætir unnið úr þeim. Viltu athuga þetta mál fyrir mig, og láta mig vita á næstunni? Forstjóri Sögu, Sören Sörenson, færði það í tal við mig eftir að ég sagði honum frá því að þú gerðir mikið af manuskriftum fyrir danska Ríkið, að ég leitaði upplýsinga hjá þér um það hvort komið gæti til mála að þú gætir orðið okkur hjálplegur að einhverju leyti. Hann talaði einnig um að fá upplýsingar um filmtökuréttinn á Fjalla-Eyvindi. Auðvitað yrði það ekki fyrr en eftir eitt til tvö ár, að hægt væri að leggja út í slíkt stórræði, en gam- an væri að athuga það. Við erum byrjaðir að safna drögum til kvikmyndar af Hornströndum, og höfum talað um að hefjast handa með þá filmu sumarið 1947. Það er afskaplega interessant við- fangsefni. Hornstrandir eru einn afskekktasti hluti landsins. Landslag þar afar stórbrotið. Vetr- arríki mikið. Flutnings-erfiðleikar miklir. Fólkið dálítið sérkennilegt, mótað af einangrun og stríði við hinar miskunnarlausu höfuðskepnur, illviðri og hafísa. Tilgangur okkar er sá að gera þarna stóra filmu, lýsingu af lifnaðarhætti íbúanna og flétta inn í það dramatískum þræði. Ef þú hefðir áhuga fyrir að hjálpa okkur í þessu efni, þá gæti ég sent þér bók um héraðið og hitt og þetta því viðvíkjandi. Höfundur bókarinnar um Horn- strandir hefur lofað okkur stuðningi sínum og er hann manna kunnugastur um þessar slóðir. At- huga þú málið Gunnar minn, og láttu mig svo vita. Svo ekki meira um Sögu að þessu sinni. Gunnar svarar bréfi Haralds 9. apríl. Hann á ekki orð til að lýsa þakklæti sínu fyrir pakk- ann, segist dauðskammast sín fyrir að hafa nefnt te - en auðvitað sé hann óskaplega glaður og aldrei hafi hann séð jafn mikla öf- und skína úr mannlegum augum eins og þegar hann gelck fram hjá biðröðinni á póst- húsinu með pakkann í fanginu. Nú kveðst hann sitja með ilmandi tebolla við hlið sér, kveikja í einni Lucky Strike, lygna aftur augunum og heyra hljóðlátan englasöng. Þennan dag voru liðin sex ár frá því Þjóð- verjar réðust inn í Danmörku. Gunnar segir Haraldi að allar kirkjuklukkur hafi hringt frá hálf tólf til tólf „og klukkan tólf stöðv- aðist allt á götunum - það var aftur tveggja mínútna alger þögn. Eg leit út um gluggann, það er svo skrýtið að sjá fólk breytast skyndilega í styttur, nánast frjósa í þeirri stellingu sem það er í, á einum stað stóð sendill eða sat á hjólinu með annan fótinn á götunni. Þetta minnti mest á ævintýrið urn Þyrnirósu þar sem allir sofna við iðju sína - m.a.s. kokkurinn með höndina reidda til að löðrunga hjálparkokkinn." 111
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Ritmennt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.