Ritmennt - 01.01.1999, Blaðsíða 116

Ritmennt - 01.01.1999, Blaðsíða 116
JÓN VIÐAR JÓNSSON RITMENNT Gunnar kemur víða við í bréfinu. Hann ræðir stríðið og nasismann, honum finnst ekki mega dæma alla Þjóðverja seka um þær hörmungar sem hann leiddi af sér. Nasism- inn sé alþjóðlegt vandamál, þeir nasistar, sem sýnt hafi mesta grimmd í fangelsum Gestapó í Danmörku, hafi ekki verið Þjóð- verjar, heldur Danir sem voru dubbaðir í þýskan einkennisbúning. Hann rifjar upp að 50% Þjóðverja hafi kosið á móti Hitler í fyrstu kosningunum eftir valdatöku hans, þó að allt „terror-apparatið" hafi verið kom- ið í gang. Þegar fólk segi að Þjóðverjar hafi átt að rísa gegn ógnarstjórninni spyrji hann: Hvað gerðum við fyrstu tvö árin eftir her- námið? Við skulfum af hræðslu ef við misstum eitthvað ógætilegt út úr okkur á almannafæri. Fólk setti tehettur yfir símtækin heima hjá sér af því það gengu furðusögur um að Þjóðverjar gætu hlerað samtöl hjá fólki gegnum símtæki sem væru ekki í notkun! Það var öll andspyrna okkar þessi fyrstu tvö ár. Bæði ríkisstjórnin og konungurinn hömruðu á því að við yrðum að vera þæg og prúð, annars ltæmi eitthvað voðalegt fyrir! Blöð- in sögðu að við ættum að „laga okkur að aðstæð- um" og búa okkur undir „samvinnu við hið nýja". Ef við hegðuðum okkur ekki vel myndi skapast hér „norskt ástand". Eg sagði frá fyrsta degi: komi það sem allra fyrst. Þá komum við til dyranna eins og við erum klædd, og það er fórn- anna virði. í þau tvö ár, sem við vorum svo „þæg og prúð", var engin þýsk lögregla í landinu, aðeins sérþjálfaðar víkingasveitir undir ströngum aga sem komu afar vel fram við þjóðina. Okkur gramdist mjög að verða að játa það - en það var best að láta hinum lygina eftir. Það var ekki fyrr en í ársbyrjun 1942 að lítill hópur kommúnista, flestir sjálfboðaliðar úr Spánarstríðinu, myndaði fyrstu samtökin sem byrjuðu með mjög frumstæðum skemmdarverk- um; þeir höfðu ekki annað sprengiefni en það sem þeir gátu sjálfir framleitt í litlu eldhúsi, tímasprengjurnar þeirra voru stilltar með göml- um vasaúrum, rottugildrur sem voru lagðar á járnbrautateina og annað þess háttar. Seinna fengu þeir fína hluti frá Englandi og þá lifnaði heldur betur í kolunum! Gunnar segir Haraldi að hann hafi gengið að eiga þýska konu af dönskum ættum í stríð- inu. Hjónabandið hafi að vísu aðeins verið formlegs eðlis, ekkert ástarsamband hafi verið með þeim. Kona þessi hét Helga Kaae og var náfrænlca einnar vinkonu hans. Faðir hennar var Dani sem flust hafði til Ham- borgar fyrir fyrra stríð, og var Helga alin upp í Þýskalandi. Eftir valdatöku nasista kærði hún sig ekki um að búa þar, en fluttist til Danmerkur og fékk vinnu í þýska sendiráð- inu sem var þá að sögn Gunnars pólitískt hlutlaust. Kvæntist hann henni til að koma í veg fyrir að nasistar notuðu hana sem túlk við danska fanga þeirra. Varð hjónabandið að fara leynt þar sem það var engan veginn hættulaust orðspori hans að vera kvæntur þýskri sendiráðsstúlku. Formlega slcildu þau Gunnar og Helga eftir stríð en héldu alla tíð góðri vináttu. Eftir að Gunnar flutt- ist til íslands bjó hún a.m.k. um tíma í íbúð hans við Sankt Annægade en fluttist seinna aftur til Hamborgar.7 Gunnar þakkar Haraldi bækurnar sem hann hafi lesið talsvert í, einkum hans eig- in bólcum. Sér miði því miður dálítið hægt, hann hafi týnt talsverðu niður af íslensk- unni, en það rifjist smám saman upp við lesturinn - „og í því sem þú slcrifar kannast ég við svo margt í fari þínu sem mér þykir vænt um, bæði þína léttu lund og hjartalag 7 Sjá bréf til Helgu Kaae, Lbs 4152 4to. 112
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Ritmennt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.