Ritmennt - 01.01.1999, Síða 118

Ritmennt - 01.01.1999, Síða 118
JÓN VIÐAR JÓNSSON RITMENNT leggur áherslu á að hann vilji ekld taka þátt í neinu sem hann geti ekki vandað til verka við, og honum verður „ósjálfrátt hugsað til Kambans sem fékk tvisvar greiddar stórar peningafúlgur til að gera kvikmynd um ís- lenska menningu án þess að nokkur skapað- ur hlutur kæmi út úr því. Mér þykir ekki undarlegt þó að íslenska ríkið sé tortryggið, og eigi ég að byrja á einhverju vil ég vera viss um að geta lokið því." Að lokum lætur hann Haraldi í té upplýs- ingar um þær greiðslur sem hann sé vanur að fá, bæði fyrir handrit að fræðslumyndum og leiknum myndum; kvikmyndarétturinn vegna Fjalla-Eyvindai sé enn að mestu leyti í höndum Svía svo að um þau mál verði að semja sérstaklega við þá. Heillandi bókmenntir í safni Gunnars eru varðveitt afrit fjögurra bréfa hans til Haralds frá vori og sumri 1946, en öðrum bréfum Haralds frá sama tíma en því sem fyrr er vitnað til hirti hann af einhverjum sökum ekki um að halda til haga.8 Haraldur heldur áfram að senda hon- um bækur og pakka með tóbaki, kryddvöru, laxi, rækjum og öðru góðgæti. Gunnar er önnum kafinn, hann þarf að skila af sér þýð- ingu á amerískri skáldsögu fyrir 1. júlí, en annars tekur kvikmyndagerðin alla krafta hans. Framundan er röð stuttmynda um fé- lagslega þjónustu í Danmörku, sú fyrsta á að fylgja dönsku barni eftir frá fæðingu til fullorðinsára, hún á að heita „Denmark grows up" því að myndirnar eru gerðar fyrir enskan markað. Hann lætur annirnar þó ekki aftra sér frá því að skrifa vini sínum löng bréf. Stundum koma íslendingar í heimsókn,- í júlí lítur Lárus Ingólfsson leik- myndateiknari inn og þeir spjalla lengi um ísland; hann hefur einnig heyrt tvisvar í hinum gamla vini sínum Bjúsa og á von á honum í heimsókn aftur. Nýjar íslenskar bókmenntir eru ofarlega á baugi í þessum bréfum. Gunnar hrífst mjög af fyrstu tveimur bókum Islands- klukkunnar - sú síðasta, Eldur í Kaupin- hafn, var þá ókomin - og Brimar við böl- klett eftir Vilhjálm S. Vilhjálmsson. Mesta opinberunin eru honum þó ljóð Tómasar Guðmundssonar sem hann lofar í löngu máli: „Það er ekki nóg með að hann hafi glæsilegt vald á ljóðforminu og ljóð hans séu hreinasta músík, heldur gefa þau svo sterlca mynd af manninum sem er hvort tveggja í senn: íslendingur sem ann bænum sínum og gælir við minnstu smáatriði hans, en um leið fullkominn heimsborgari með draumheim sem spannar allan hnöttinn." Honum finnst merkilegt að enginn íslensk- ur höfundur hafi reynt að skrifa „hina miklu skáldsögu" um kúgun íslendinga og sjálfstæðisbaráttu, og jafnvel hefur flögrað að honum sjálfum að spreyta sig á því við- fangsefni: „En það er kannslci of erfitt fyrir útlending. Á hinn bóginn væri það fallegur vináttuvottur, frá lýðræðislegu og húman- istísku sjónarmiði, ef hún yrði skrifuð af Dana." Það er önnur saga að síðar reyndi Gunnar að telja Halldór Laxness á að skrifa leikrit um þetta efni en hafði elcki erindi sem erfiði.9 8 Brcfin cru dagsett 9. apríl, 18. apríl, 23. maí og 26. júlí. 9 Sjá bréf Gunnars til Halldórs Kiljans Laxness, Lbs 4151 4to. 114
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170

x

Ritmennt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.