Ritmennt - 01.01.1999, Blaðsíða 119
RITMENNT
LEYNIMELUR 13 SNÝST í HARMLEIK
Hann minnist á Jóhann Sigurjónsson og
spyr Harald hvort honum hafi nokkurn tím-
ann flogið í hug að hægt væri að nota verk
Jóhanns sem eins konar pólitískan áróður.
Þó hafi hann í hyggju að reyna það:
Hér á Amager hafa verið reistar miklar búðir fyr-
ir þýska flóttamenn, þær taka 18.000 manns eða
sem svarar allstórum dönskum bæ úti á landi.
Þar hefur verið komið upp leikhúsbyggingu fyrir
350 áhorfendur, hún minnir mikið á Iðnó, það er
ætlunin að nota hana til að uppfræða og ala
þýslcu flóttamennina upp. Fyrsta sýning þeirra
var á Kabale und Liebe Schillers og þeir léku
furðu vel, enda hafa þeir ekkert annað að gera en
æfa sig allan daginn. En þá vantar verkefni sem
henta þeim. Eg hef lofað að útvega þeirn einhver
pólitísk stykki - sem voru bönnuð í Þriðja ríkinu
- en þeir vilja gjarnan fá eitthvað annað saman
við. Ópólitíslct, en jálcvætt. Það er ekki einfalt
mál; langflestir eru á barnsaldri, bændakonur frá
Austur-Prússlandi,- margir hafa aldrei á ævi sinni
stigið fæti inn í leikhús. Og þá datt mér allt í
einu í hug Bóndinn á Hrauni eftir Jóhann - það
er fallegt, látlaust leikrit um líf almúgafólks,
nánast alþýðugamanleikur eftir mikið skáld og
byggist á grundvallarhugsun sem einmitt þetta
fólk hlýtur að skilja: kærleilcanum til jarðarinn-
ar og bæjarins. Og jarðskjálftinn! Hann á erindi
einmitt nú því að yfir heimili þessa fólks hefur
dunið jarðskjálfti og þurrkað þau út - það hlýtur
að hafa mjög jákvæð áhrif þegar gamli bóndinn
tekur að lokum stein í hönd sér þrátt fyrir allt
sem á undan er gengið - íhugull en staðráðinn að
vekja með sér djörfung og dug til að reisa bæinn
úr rústurn þó að hann sé orðinn þetta gamall.
Eftir allan þann ógeðslega áróður, sem þetta
fólk hefur verið fyllt af, get ég ekki ímyndað mér
betra móteitur en hinar fíngerðu, innilegu og
kærleiksríku hugsanir Jóhanns.
Svo að ekkert misskiljist skal tekið fram að
Bóndinn á Hrauni er til í tveimur ólíkum
gerðum: önnur er íslensk frá 1908, hin
dönsk, frá 1913. íslensku gerðinni lýkur
Þjóöminjasafn íslands.
Sören Sörenson (1899-1989). Sören lagði stund á lækn-
isnám í Ameríku, en fékk próf sitt ekki viðurkennt á
íslandi. Á seinni árum starfaði hann sem heilbrigðis-
fulltrúi á vegum Reykjavíkurborgar. Hann var mikill
áhugamaður um austræn fræði og skáldskap og sendi
frá sér allmargar þýðingar og endursagnir á þess kyns
ritum.
með því að Sveinungi, bóndi á Hrauni, geng-
ur inn í rústir bæjar síns og ferst, en þeirri
dönsku á þann veg sem Gunnar lýsir.
Samstarfshugmyndir mótast
Frá næstu þremur árurn eru engin bréf milli
Gunnars og Haralds í safninu og má vel vera
að þeir hafi þá ekkert skrifast á. En snemma
í maí 1949 fær Gunnar bréf frá Haraldi sem
115