Ritmennt - 01.01.1999, Page 129
3
RITMENNT
LEYNIMELUR 13 SNÝST í HARMLEIK
samstarfsmönnum og segir framferði hans
jaðra við að vera glæpsamlegt því að hann
hafi blekkt stjórn Sögu á hinn grófasta hátt,
þóst vera kunnáttumaður um hluti sem
hann hafi ekki nokkra minnstu þekkingu á.
Hann hafi engan áhuga á starfi sínu og
standi fullkomlega á sama um að allur
seinagangur kosti fyrirtækið stórfé meðan
hann sjálfur hirði kaupið sitt. Gunnari
finnst jafnvel ekki ólíklegt að hluthafar í
fyrirtækinu muni hyggja á málssókn þegar
þeim verði ljóst hvað þarna sé á seyði, og
hann hugleiðir með hverju þeir Haraldur
geti varið sig því að auðvitað hefðu þeir fyr-
ir löngu átt að stöðva þetta.
Gunnar lýkur bréfi sínu með frómri ósk
um að ekki þurfi öll áform þeirra um ís-
lenska kvikmyndagerð að vera runnin út í
sandinn. Til allrar hamingju séu aðrir og
betri áhugatökumenn í landinu en Sören og
því kannski hægt að hrinda áætlunum í
framkvæmd þegar betur standi á. Hann
reynir einnig að bera blak af Haraldi, hann
hafi ekki neitt vit á lcvikmyndagerð og því
verið auðginntur. Ekki leynir sér þó að
Gunnar er undir niðri mjög sár og þykir
hann hafa brugðist sér. Hann segir Harald
hafa dregið sig í hlé síðustu mánuði þegar
allt var að fara úr böndunum en réttir engu
að síður fram sáttahönd: „En þú ert svo góð-
gjarn maður, Halli minn, og átt erfitt með að
sýna hörlcu. Ég skil það mjög vel og ber ekki
neina gremju í brjósti gagnvart þér. Ég er
viss um að við eigum eftir að jafna það með
okkur, vinur." Hvort þeim tókst það verður
ekkert sagt um nú; elclci eru fleiri bréf milli
þeirra í safninu, og dagbækur Gunnars, sem
þar eru, gefa heldur enga vísbendingu um
frekari fundi með þeim.
Sem áður segir hafa fáein brot varðveist
úr myndinni Leynimel 13. Nokkur þeirra
voru sýnd í stuttri heimildalcvikmynd um
kvikmyndun Leynimelsins sem sýnd var í
íslenska Sjónvarpinu fyrir þremur árum.13
Umsjónarmaður hennar var Sveinn Einars-
son og ræddi hann við ýmsa sem komu að
gerð myndarinnar. Engar skýringar voru þar
látnar í té á afdrifum myndatökunnar nema
hvað einn viðmælenda kvaðst hafa fregnað
að filmurnar hefðu skemmst í höndum er-
lendra tollþjóna sem tóku þær upp í ógáti
með þeim afleiðingum að ljós komst að
þeim. Þannig félclc sagan af einu af fyrstu
kvikmyndaævintýrum íslendinga farsælan
endi með því að slcella allri skuldinni á
nafnlausa útlendinga. *
13 Myndin var gerð af Saga Film og sýnd í íslenska
Sjónvarpinu 10. mars 1996.
* Ritgeró þessi er afrakstur rannsókna sem höfundur
vinnur nú að með tilstyrk Vísindasjóðs og
Launasjóðs rithöfunda.
125