Ritmennt - 01.01.1999, Page 132
MANFREÐ VILHJÁLMSSON
RITMENNT
Ljósm. Guðm. lngólfsson.
Húsið er einfalt að formi, með virðulegt andlit. Það fer ekki fram hjá neinum að þarna stendur Þjóðarbókhlaðan,
barn síns tíma að allri gerð. Landsbókasafn fslands - Háskólabókasafn, musteri mennta og vörslustaður þjóðararfs,
hefur með húsinu fengið sitt vörumerki.
að halda svipaðri hæð á húsinu og á nærliggjandi íbúðarblokkum, hins vegar að fælcka stiga-
þrepum við inngöngu, þar sem aðalinngangur er á annarri hæð hússins.
Húsið er fjórar hæðir og kjallari. Gólfflötur hússins er alls um 13.000 m2 og rúmmál
51.000 m3. í húsinu er gert ráð fyrir um 900 þúsund bókum, um 750 lessætum, ef allt er talið,
þar af 28 lokuðum lesherbergjum til einstaklingsnota, svo og aðstöðu fyrir allt að 115 starfs-
menn.
Það sérstæða við aðkomu að bókasafninu er að aðalinngangur er á annarri hæð eins og áð-
ur er getið, um brú yfir sílcið. Komið er nánast inn í mitt safnið, en þar með verða gönguleið-
ir innan dyra styttri en ella og lyftunotkun safngesta lítil.
Inngönguhæðin deilir safnrýminu í grófum dráttum þannig að hin stóru opnu bólca- og
lesrými eru á hæðunum fyrir ofan, hinni þriðju og fjórðu, en þjóðdeild og handritadeild eru
á fyrstu hæð. Þar sem öryggiskröfur eru mun meiri í þjóðdeild og handritadeild hefur þessi
tilhögun augljósa kosti.
128