Ritmennt - 01.01.1999, Page 137
RITMENNT
ÞJÓÐARBÓKHLAÐAN
ta
í 1
Ljósm. Guöm. Ingólfsson.
Afgreiðsluborð útlána á 2.
hæð.
Innan öryggishliðs er aðalstigi upp á efri hæðir og annar niður í þjóðdeild sem er á fyrstu
hæð. Á annarri hæð er einnig afgreiðsla og upplýsingar, handbælcur og tölvur sem veita m.a.
upplýsingar um ritakost safnsins. Stjórnsýsla safnsins er við vesturhlið og aðalvinnusvæði
starfsmanna við norðurhlið byggingar á þessari hæð.
Þriðja hæð hússins er að mestu opið rými þar sem lessvæði eru meðfram útveggjum, þar
næst svæði fyrir bókastæður á sjálfbeina og innst nokkur lokuð rýnii: Tímaritahald, náms-
ritgerðasafn, fjölföldunarstofa, tölvuver og hópvinnuherbergi.
Fjórða hæð er innréttuð á svipaðan hátt og þriðja hæð. Auk lessvæða og bóka á sjálfbeina
er þar m.a. kennslustofa og tón- og mynddeild.
Fyrsta hæð hýsir margs konar starfsemi. Næst aðalstiga er forsalur að lestrarsal þjóðdeild-
ar og handritadeildar og að sérsöfnum. Sýningaraðstaða er í forsal. Frá handritadeild er stigi
beint niður í öryggisgeymslur í kjallara. Auk þessa eru á hæðinni vörumóttaka og starfs-
mannainngangur og matstofa starfsmanna, eldhús sem þjónar jafnframt veitingastofu á
annarri hæð, bókbandsstofa og viðgerðarstofa.
Niðurgrafinn kjallari er undir öllu húsinu. Þar eru aðalbókageymslur safnsins, handrita-
geymsla, öryggisgeymsla, ljósmyndastofa, tölvumiðstöð, loftræsi- og tæknibúnaður.
Snyrtingar eru í öllum turnum á öllum hæðum, en með þessari dreifingu á snyrtingum
verða gönguleiðir að þeirn stuttar.
131