Ritmennt - 01.01.1999, Page 141
RITMENNT
ÞJÓÐARBÓKHLAÐAN
Hengiloft setja sterlcan svip á umhverfið innan dyra. Þau eru gerð úr ljóshvolfum sem eru
urn eitt þúsund alls í húsinu. Ljósgjafinn er efst í hverju ljóshvolfi, sérhannaður og íslensk
smíði. Styrkur raflýsingar er hinn sami alls staðar, eða 500 til 600 lúx. Hvert ljóshvolf er í
reynd einn stór „lampi", um sex fermetrar að stærð. Þau gefa þessum stóru loftum meiri fjöl-
breytni og ljósaspil en slétt loft gera. Við lesborð gefur ljóshvolfið tilfinningu fyrir afrnörk-
uðu rými, maður situr þarna undir sínu „þaki", í sínu sérstaka lesrými. Hengiloftin eru
smíðuð úr stáli, og er auðvelt að komast að lögnum ofan þeirra.
Sérstaklega hefur verið hugað að hljóðdeyfingu í safninu. Lögun lofta hjálpar þar til, m.a.
er hljóðísogsflötur mun stærri en í sléttu lofti. Stálplöturnar eru gataðar, en ofan á plötun-
um liggur hljóðísogsdúkur. Auk þessa eru gólf á almennum svæðum lögð teppaflísum. Hjá
starfsmönnum er hins vegar korkur á gólfum. í húsinu er reiknað með ákveðnum grunnhá-
vaða, eða urn 40 dB.
Húsið er vel einangrað með tilliti til hávaða frá bílum og flugvélum. Útveggir og þakplata
er steinsteypt og gluggar eru flestir litlir.
Með efnis- og litavali, lýsingu, hljóðdeyfingu og eklci síst vönduðum og stílhreinum hús-
gögnum var stefnt að því að skapa hlýlegt, róandi og gott vinnuandrými í bókasafninu.
Bækur, blóm og listaverk gefa safninu lit. Gólf, loft og veggir eru í rólegum ljósum litum.
Útveggir eru klæddir með aski, og húsgögn flest eru úr sama viði. Húsgögn og mestallur bún-
Ljósm. Guðm. Ingólfsson.
Bókahillur cru úr stáli. Þær cru allar færanlegar, þann-
ig að fjölga má hillum eða fækka í hverri stæðu, eftir
stærð bóka. Uppistöður cru úr viði, og gefur það um-
hverfinu hlýlegt og heildstætt yfirbragð.
Inngangur starfsmanna cr á 1. hæð, Birkimelsmegin.
Þar hefur hver starfsmaður læstan skáp. Á sama svæði
eru pósthólf starfsmanna.
Ljósm. Guðm. Ingólfsson.
135