Ritmennt - 01.01.1999, Síða 148
GUNNAR SVEINSSON
RITMENNT
t /c// <!
.//
<t'{
X1 /. i/J:
ía. JrÁ
Kelduhverfi 1898-1900, það er að segja á út-
gáfutíma Kveldúlfs. Hann stundaði áfram
kennslustörf um skeið og var síðan bóndi í
Nýjabæ 1909 til dánardags, 29. janúar 1933.
Guðmundur var þekktur sem hagyrðingur í
Norður-Þingeyjarsýslu og víðar. Safn af
kveðskap hans, Kvæði og stökur, kom út í
Reykjavík 1982.
Innan á aftari kápublöð Kveldúlfs er
skráð boðleið blaðsins um sveitina: Ganga
Kveldúlfs. Það vekur athygli að blaðinu var
ekki ætlað að berast um alla sveitina, held-
ur aðeins milli nítján bæja í vestari hluta
hennar, það er að segja frá Fjöllum að Keldu-
nesi. Þegar nánar er að gætt sést að þessir
bæir voru allir í kirlcjusókn Garðs. í 6. blaði
Kveldúlfs, 30. apríl 1900, er „Skýrsla um
skoðun á búpeningi og fóðurbirgðum
hreppsbúa í Keldunesshreppi". Þar sést að í
uppsveitinni bjuggu þá fjórtán bændur á níu
býlum. Þau voru fyrrum öll í Ássókn sem
var sameinuð Garðssókn þegar Áskirkja var
lögð niður 1816. En ekki er það að sjá í
Kveldúlfi hvers vegna forn sólcnaskipting
sveitarinnar var þarna látin ráða.
Þegar gætt er að útgáfutíma lceldhverfsku
sveitarblaðanna sést glögglega að ritnefnd
Kveldúlfs hefur telcið sér fyrir hendur að
fylla upp í eyðu. Síðasta blað Göngu-Hrólfs
kom út 11. mars 1899 og þess vegna hefst
Kveldúlfur síðla sama árs, hinn 11. nóvem-
ber. Það er augljóst að um þetta leyti hefur
Keldhverfingum þótt það ómissandi að fá í
hendur sveitarblöðin sín því að sama árið og
Kveldúlfur lagði upp laupana hóf Árni Krist-
jánsson7 í Lóni að skrifa á ný blað sitt
Hörpuna (yngri) en síðasta blað Kveldúlfs
kom út 30. apríl 1900 og fyrsta blað Hörp-
unnar 7. nóvember sama ár.8 Blöð þessi
komu þó ekki út samfellt því að hlé urðu
nokkur en elcki löng úr hófi fram. Útkomu-
árin eru þessi: 1887; 1888-91; 1895-96,-
1899,- 1899-1900 (Kveldúlfur); 1900-09 og
fjögur yngstu blöðin 1913-16.
Blaðaútgáfa þessi hefur haft áhrif á unga
drengi í sveitinni, þannig að þeir fóru að
gefa út tvö blöð sem hétu Bráðfeigur og Til-
7 Um hann: Páll Eggert Ólason. íslenzkar æviskrár
V. Reykjavík 1952, bls. 277.
8 Eiríkur Þormóðsson: Skrá um handskrifuð blöð í
Landsbókasafni íslands. Landsbókasafn íslands.
Árbók. Nýr flokkur 17 (1991). Reykjavík 1992, bls.
76.
142