Ritmennt - 01.01.1999, Side 149
RITMENNT
KVELDULFUR 1899-1900
raun. Báðir útgefendurnir tóku síðar þátt í
útgáfu aðalsveitarblaðanna.9
Ritstjórar og ritnefndarmenn sveitarblað-
anna í Kelduhverfi voru þessir - fimmtán
alls:
1. Axel fónsson (1889-1927), Syðribakka
2. Árni Kristjánsson (1852-1942), Lóni
3. Benedikt Bjarnarson (1879-1941), Garði
4. Björn Daníelsson (1882-1969),
Ólafsgerði
5. Björn Guðmundsson (1874-1954), Lóni
6. Björn Kristjánsson (1880-1973), Vílcinga-
vatni
7. Guðmundur B. Árnason (1873-1968), Lóni
8. Guðmundur Guðmundsson (1879-1933),
Nýjabæ
9. Guðmundur Kristjánsson (1884-1965),
Víkingavatni
10. Kári Stefánsson (1882-1935), Ólafsgerði
11. Kristján Ásgeir Benediktsson (1861-1924),
Keldunesi
12. Kristján Ólason (1894-1975), Kílakoti
13. Þórarinn Grímsson (1880-1961), Garði
14. Þórarinn Stefánsson (1878-1965), Ólafs-
gerði
15. Þórarinn Sveinsson (1873-1957), Kílakoti
Á það skal bent til gamans að af þessum
fimmtán ritstjórum og ritnefndarmönnum
voru tólf afkomendur hjónanna Sveins Guð-
mundssonar (1767-1838) og Margrétar Jóns-
dóttur (urn 1764-1852) á Hallbjarnarstöðum
á Tjörnesi. Fimrn af mörgum börnum þeirra
bjuggu í Kelduhverfi og eru þrír blaðamann-
anna kornnir í þriðja lið frá þeim hjónum en
hinir í fjórða lið og tveir eru feðgar. Ætt
sumra má rekja á tvo vegu frá Sveini og
Margrétu. Einn ritarinn, Benedikt Bjarnar-
son, var ekki af Hallbjarnarstaðaætt en hins
vegar af tveimur þekktum ættum í sveit-
inni, Gottskálksætt og Víkingavatnsætt.
Hinir tólf eru einnig margir af þeim ættum.
Hins vegar voru foreldrar tveggja, Axels
fónssonar og Kristjáns Ásgeirs Benedikts-
sonar, aðfluttir úr Suður-Þingeyjarsýslu og
verður hér ekki reynt að kanna hvort ein-
hverja ættgrein þeirra niegi rekja til Keldu-
hverfis.
Til glöggvunar skal hér birt tafla, á bls.
144, um fyrrgreindan skyldleika.
9 Þórarinn Gr. Víkingur. Komið víða við. Endur-
minningar og sagnaþættir. (Reykjavík 1955
(ávarpsorð eru dagsett 30. ágúst 1954 en frernst er
mynd af höfundi 75 ára; því aldursmarki náði hann
6. febrúar 1955)), bls. 54.
143