Ritmennt - 01.01.1999, Page 150
GUNNAR SVEINSSON
RITMENNT
Tafla 1. Börn Sveins og Margrétar eru talin nr. 1 og nöfn afkomenda þeirra
í ritstjórn sveitarblaðanna feitletruð
1 Ólöf 2 Sigurveig 3 Kristjana 4 Þórarinn Grímsson
1 Ólöf 2 Sigurveig 3 Árni Kristjánsson 4 Guðmundur B. Árnason
1 Ólöf 2 Sigurveig 3 Kristján 4 Björn Kristjánsson
1 Ólöf 2 Sigurveig 3 Kristján 4 Guðmundur Kristjánsson
1 Ólöf 2 Sigurveig 3 Guðmundur 4 Björn Guðmundsson
1 Ólöf 2 Sigurveig 3 Óli Jón 4 Kristján Ólason
1 Guðmundur 2 Guðmundur 3 Guðmundur Guðmundsson
1 Sigurður 2 Ólöf 3 Daníel 4 Björn Daníelsson
1 Björg 2 Þórarinn 3 Margrét 4 Þórarinn Stefánsson
1 Björg 2 Þórarinn 3 Margrét 4 Kári Stefánsson
1 Hólmfríður 2 Sveinn 3 Þórarinn Sveinsson
Það verður niðurstaða þess sem hér framar
er rakið að Keldhverfingar hafa verið
óvenjulega félagslyndir á síðustu áratugum
19. aldar og framan af hinni 20. Um þetta
hefur einn sveitarblaðsritstjórinn skrifað
bókarkafla, Félagslíf í Kelduhverfi, og telur
þar upp tíu félög sem þar hafa starfað.10 í
fjórða tölublaði Kveldúlfs ritar Benedikt
Bjarnarson greinina „Skemmtanir" og getur
þess að þjóðminningarsamkomur hafi verið
haldnar í allmörgum sýslum landsins og
bætir síðan við:
En hvað höfum vér Norður-Þingeyingar gert til
þess að koma slíkum samkomum á fót? Harla
lítið virðist það vera. Og hver er þá orsökin? Því
er alls eigi auðsvarað. En víst er, að í þessu efni
erum vér fullkomlega eftirbátar Suðursýslubúa,
og er leitt, ef svo skyldi vera í fleiru. Oss hefir
líka verið borið þetta á brýn.
I framhaldi af þessu leggur greinarhöfundur
til að Norður-Þingeyingar haldi þjóðfund ár-
ið 1901.* 11 Honum svíður það að sýslungar
hans séu eftirbátar Suðursýslubúa í félags-
málum. Þó að fram komi í skránni í Árbók
Landsbólcasafns 1991 að Norðursýslubúar
hafi haft vinninginn í útgáfu sveitarblaða er
rétt að benda á að í Skjalasafni Suður-Þing-
eyjarsýslu og Húsavíkurkaupstaðar eru
rúmlega 70 blöð sem einstaklingar, skólar
og ýmis félög þar hafa staðið að útgáfu á.
Ollum tölum um þessi efni ber þó að taka
með varúð þar eð enn eru óskráð blöð í
handritadeild Landsbókasafns og einnig
geta blöð leynst í fórum einstakra manna -
rétt eins og hann Kveldúlfur sem skríður nú
fram úr skúmaskoti sínu.
10 Tilv. rit, bls. 53-75.
11 Kveldúlfur. I. 4. blað. 18. febrúar 1900, bls. 61.
Þessa þjóðfundarhalds er ekki getið í sveitarblaðinu
Hörpunni, Lbs 4424 8vo, og mun það því hafa farist
fyrir.
144