Ritmennt - 01.01.1999, Side 151
RITMENNT 4 (1999) 145-57
Grafskriftir og,.................'
Bóksaga fjallar um framleiðslu, dreifingu og móttöku á hvers
kyns prentgripum í mannlegu samfélagi á liðnum tímum, ekki
einungis á bókum í hefðbundinni merkingu heldur einnig bælcl-
ingum, blöðum, tímaritum, allrahanda stóru og smáu bvunn-
dagsprenti (ephemera) svo noklcuð sé nefnt. Þetta víðfeðma svið
leiðir oft þann sem rannsakar bóksögu langt út fyrir hin eigin-
legu mörk hennar og vekur spurningar sem eðlilegast væri að
fela öðrum að svara. Hér slculu tekin tvö dæmi.
Fyrra dæmið er um sérprentaðar grafskriftir sem komust í tíslcu
á íslandi upp úr miðri 19. öld. Aður höfðu eftirmæli, einlcum í
formi erfiljóða, einstöku sinnum komist á prent í hinum eldri
blöðum og tímaritum, en fljótlega eftir flutning einu prent-
smiðju landsins úr Viðey til Reykjavílcur 1844 var farið að sér-
prenta grafskriftir í æ rílcara mæli. Fyrstu áratugina og noklcuð
fram yfir 1870 voru grafskriftirnar einblöðungar, oftast í fólíó-
stærð, og einungis prentað öðrum megin á örkina. Textinn var
annars vegar helstu æviatriði hins látna, hins vegar erfiljóð. Á 8.
áratugnum breyttist form grafskriftanna í tvíblöðung í áttablaða-
broti, erfiljóðið varð meginhluti textans en æviágripið hvarf að
mestu; útlitið varð ekki ólíkt því sem er enn í dag. Ljóst er að
þegar fram liðu stundir varð heilmikil ,velta' í kringum graf-
skriftir og erfiljóð. Ýmis þekktustu skáld þjóðarinnar, svo sem
Benedikt Gröndal, Matthías Jochumsson og Steingrímur Thor-
steinsson, ortu eftirmæli í stórum stíl, og fyrir prentsmiðjurnar
var þetta líka vænn hiti. í nóvember 1884 auglýsir Sigmundur
Guðmundsson prentari sem þá hafði starfrækt eigin prentsmiðju
145
m