Ritmennt - 01.01.1999, Síða 153
RITMENNT
GRAFSKRIFTIR OC, ,
í tæpt ár, þá þriðju í Reykjavík, í samkeppni við Prentsmiðju
Einars Þórðarsonar og ísafoldarprentsmiðju, að hann hafi eins og
tíðkist víða erlendis komið sér í samband við nokkra velþenkj-
andi hagyrðinga og skáld og geti því skaffað bæði grafskriftir og
erfiljóð, „svo vandað sem hver einn vill hafa, ort og prentað fyr-
ir umsamda borgun".1
Margt varðandi hinar eldri grafskriftir vekur spurningar sem
spennandi væri að fá svör við. í fyrsta lagi, hvernig voru þær not-
aðar? Hið stóra form þeirra útilokar að þær hafi verið hafðar um
hönd í kirkjunni við útfarir eins og síðar varð. Jafnframt eru
erfiljóðin ekki með neinum lagboðum svo tæplega hafa þau ver-
ið sungin. Texti sumra grafskriftanna er mjög samhljóða því sem
oft er ritað á legsteina. Og stundum er textinn saminn eins og
beinlínis sé ætlast til að grafskriftirnar séu festar á sjálfa kistuna,
eins og t.d. grafskriftin eftir Helgu Benediktsdóttur Gröndal,
ekkju Sveinbjarnar Egilssonar, árið 1855: „Fjalir þessar geyma
lík sem áður hét . Það væri verðugt verkefni fyrir einhvern
kirkjusögufræðing eða þjóðháttafræðing að rannsaka hvernig
greftrunarsiðir á íslandi voru og hvaða þátt grafskriftirnar áttu í
útfararathöfninni. Annað atriði sem t.d. einhver bókmennta-
fræðingur gæti athugað er hinn sérkennilegi stíll á einmitt graf-
skrift Helgu Benediktsdóttur þar sem punktur er settur á eftir
hverju einasta orði. Þessi stíll var algengur á eftirmælum sem
prentuð voru á íslandi í blöðum fyrr á 19. öldinni, og á Norður-
löndum miklu fyrr. Doktorsritgerð Pers S. Ridderstads, prófess-
ors í hóksögu við Lundarháskóla, fjallar um þennan sérkennilega
steinstíl, sem svo er nefndur, fram á 18. öld er hann leið undir
lok í Svíþjóð.2
Hitt atriðið sem hér skal nefnt og gaman væri að fá svar við snýr
að dagblaðanotkun ef svo má að orði komast. Þegar Björn Bjarn-
arson jarðyrkjumaður í Reykjavík hugðist hefja útgáfu Alþýðlegs
fréttablaðs sumarið 1886 voru tvö útbreiddustu blöð landsins,
ísafold og Þjóðólfur, orðin vikublöð, en önnur blöð komu út
hálfsmánaðarlega eða sjaldnar. Hvert tölublað var að jafnaði fjór-
1 Þjóðólfur 36:44 (15. nóvember 1884), bls. 176.
2 Ridderstad, Pcr S. Konsten att sátta punkt. Anteckningar om stenstilens his-
toria 1400-1765. Stockholm 1975.
147