Ritmennt - 01.01.1999, Page 155
RITMENNT
DAGUR DAGBÓKARINNAR
Dagur dagbókarinnar
Dagur dagbókarinnar 15. október 1998 er minnisverður atburð-
ur. Frumkvæðið að honum áttu þau Sigurður Gylfi Magnússon
sagnfræðingur, Kári Bjarnason, starfsmaður í handritadeild
Landsbókasafns, og Hallgerður Gísladóttir, forstöðumaður þjóð-
háttadeildar Þjóðminjasafns. Hugmyndin var reifuð við þjóð-
minjavörð og landsbókavörð, og samþykktu þeir að stofnanirnar
tælcju þátt í verkefninu. í framhaldi af því var stofnað til fram-
kvæmdanefndar sem í áttu sæti auk fyrrnefndra þriggja frum-
kvöðla þau Sigurborg Hilmarsdóttir, safnkennari á Þjóðminja-
safm, og Gunnar Hersveinn, blaðamaður á Morgunblaðinu.
Fljótlega réð nefndin sér svo starfsmann, Sigrúnu Sigurðardóttur
sagnfræðing. Öllurn beinum kostnaði við verkefnið var haldið í
lágmarki. Söfnin tvö sem að því stóðu lögðu fram nokkurn fjár-
styrk auk vinnu starfsmanna sinna, og menntamálaráðuneytið
styrkti verkefnið myndarlega. Auk þess lögðu ýmsir aðrir aðilar
því lið, bæði beint og óbeint, ekki síst íslandspóstur og Mál og
menning.
Markmiðið með átakinu var tvíþætt: Annars vegar að fá sem
flesta íslendinga, eldri og yngri, til að halda dagbók þennan til-
tekna dag, 15. olctóber; hins vegar að hvetja til afhendingar á
Ljósm. H.B. - Landsbókasafn.
Frá samkomu í Landsbóka-
safni á degi dagbókaiinnar,
15. október 1998.
149