Ritmennt - 01.01.1999, Page 157
RITMENNT
DAGUR DAGBÓKARINNAR
eru enn geymdar í heimahúsum hjá einkaaðilum. Ákveðið hefur verið
að leggja sérstaka áherslu á persónuleg gögn sem snerta líf kvenna á
nítjándu og tuttugustu öld og einnig dagbækur og bréf barna frá sama
tímabili.
Athygli var vakin á að unnt væri að afhenda gögn á borð við dag-
bækur og bréf með ákveðnum skilyrðum, svo sem að þau yrðu
varðveitt innsigluð vissan árafjölda.
Framkvæmdanefndin vann gríðarmikið undirbúningsstarf
sem hér væri of langt mál að relcja, en þar var ekki síst um marg-
víslega kynningu að ræða.
Þegar stóra stundin rann upp, sjálfur dagur dagbóltarinnar, var
fyrir hádegi haldin samkoma í Landsbókasafni þar sem fjölmarg-
ir einstaklingar tilkynntu um afhendingu eigin gagna eða ætt-
menna sinna. Þannig ánafnaði Steingrímur Hermannsson safn-
inu dagbólc sína og bréf föður síns, Ingeborg Einarsson eigin dag-
bók sem hún hefur haldið í fjörutíu ár, hið sama Auðunn Bragi
Sveinsson, en hans dagbók nær yfir sextíu ára tímabil. Þá afhenti
Friðrik Gunnarsson m.a. dagbækur og bréf langafa síns, Einars
Ásmundssonar í Nesi, og faðir hans, Gunnar J. Friðriksson,
ánafnaði safninu lrandritasafn sitt, en skrá yfir safnið fyllir eitt
hundrað blaðsíður. í tengslum við samkomuna hafði verið sett
upp sýning í safninu þar sem fram var dregið ýmislegt efni sem
tengdist þessu sérstaka tilefni, en það sem mesta athygli vakti
var þó stór innsiglaður pakki með gögnum Erlends í Unuliúsi, en
þennan pakka má ekki opna fyrr en 1. janúar árið 2000. Alls má
segja að sú atliygli sem dagur dagbókarinnar vakti hafi dregið að
Landsbókasafni persónuleg gögn frá tugum einstaklinga, og ef-
laust á áhrifa frá honum enn eftir að gæta.
Hinn þáttur átaksins tókst ekki síður vel. Þjóðháttadeild Þjóð-
minjasafns bárust skrif frá ekki færri en sex þúsund einstakling-
um sem svöruðu kalli urn að lialda dagbók þennan tiltekna dag,
15. október, en ákveðið liafði verið að þau skrif yrðu vistuð í
þjóðháttadeildinni. Samið var við Mál og menningu um að gefa
út úrval dagbókarskrifanna. Útgáfutími bókarinnar var dagui
bókarínnar 23. apríl 1999. Haldin var af því tilefni samkoma í
Landsbókasafni tveimur dögum fyrr þar sem gerð var grein fyrir
Dagbók íslendinga, en svo nefnist hið nýja rit. Jafnframt minnt-
ist landsbókavöröur hins góða árangurs af degi dagbókarinnar og
færði þeim finnn einstaldingum sem skipuðu framkvæmda-
151