Ritmennt - 01.01.1999, Side 161
RITMENNT
ÍSLENSKIR MENNINGARDAGAR í NUUK
Ljósmyndasýning frá Reylcjavík fyrr og nú var sett upp, og enn
frernur var litmyndasýning sem sýndi sögu íslands frá landnámi
fram til þessarar aldar. Enn ein sýningin sem sett var upp í Katu-
aq tengdist erindinu um íslenskar miðaldabókmenntir sem eiga
sögusvið á Grænlandi og áður var tæpt á. Þar voru sýnd handrit,
prentaðar bækur og gömul landakort þar sem Grænland kemur
frarn, allt úr eigu Landsbókasafns. Þessar sýningar vöktu athygli,
og var eftirtelctarvert að jafnan stóð fjöldi fólks og virti þær fyrir
sér.
Brúðuleikhús Hallveigar Thorlacius, Sögusvuntan, var með í
ferðinni, og var leikið á grænlensku, sem var lofsvert framtak, og
við undirleik hörpu. Var brúðuleikhúsið geysilega vinsælt og
fylltist Katuaq af litlum, kringluleitum, eftirvæntingarfullum
andlitum, og möndlulöguð augun fylgdu nákvæmlega hverri
hreyfingu brúðanna. Noklcrar íslenskar lcvikmyndir voru og á
dagskránni.
Tónlistin fékk að vonum sitt rými. Tríó Reykjavíkur, en það
skipa Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran og Peter Máté,
hélt tónleika. Sólrún Bragadóttir söng við undirleik Þórarins
Stefánssonar og tónlistarmennirnir Egill Ólafsson, Björn
Thoroddsen, Ásgeir Óskarsson og Gunnar Hrafnsson fluttu dag-
skrána Heimsreisa Höllu, en hún byggist á íslenslca þjóðlaginu
Ljósið kemur langt og mjótt. Þeir voru sérstalcir fulltrúar Reykja-
vílcur - menningarborgar Evrópu árið 2000. Óhætt er að segja að
tónlistarflutningnum hafi verið afar vel tekið.
íslenskur matreiðslumaður, Guðmundur Ragnarsson, var
með í ferðinni og töfraði hann fram gómsæta, íslenska rétti sem
völctu verðskuldaða athygli.
Skipti á menningu voru gagnkvæm þessa daga því íslending-
unum var boðið upp á dans og tónlist heimamanna, og græn-
lenskur matur var einnig á boðstólum.
Menningarhúsið Katuaq stendur á góðum stað í bænum og
gæti sem best orðið miðdepillinn í Nuuk. Lögun þess minnir á
ísjalca og tengir þannig náttúru og menningu á skemmtilegan
hátt. Húsið er sérlega vel heppnað sem menningarmiðstöð og
býður upp á marga möguleika. Það er hannað þannig að hægt er
að sveigja það að ýmiss konar viðburðum, stórum og smáum.
Húsið er tilvalið til tónleikahalds, fyrirlestrahalds og til listsýn-
inga, því eins og segir í kynningarbæklingi um húsið „er [það]
155