Vera


Vera - 01.04.1998, Síða 31

Vera - 01.04.1998, Síða 31
Anna Geirsdóttir við ungbarnaskoðun á heilsugæslustöðinni í Gratarvogi. Anna Geirsdóttir hcilsugæslulækn- ir í Grafarvogi skipar 9. sæti á Reykjauíkurlistanum í borgar- stjórnarkosningunum i vor. Anna or lömuð fyrir neðan mitti eftir bflslys sem hún lenti í árið 1981 þegar hún var á öðru ári í læknis- fræði. Með ótrúlegri elju náði hún að fylgja árgangi sínum í náminu og vann sem læknir á ýmsum stöð- um þangað til hún hált tfl Svíþjóðar árið 1991 í framhaldsnám í heim- ilislækningum. Anna Br nýflutt heim aftur og sér marga möguleika á að láta til sín taka í horgarstjórn Reykjavikur. Stefnumótun í heilsu- gæslumálum i Reykjavik, félagsleg mál i Grafarvogi og ferlimál fatl- aðra eru henni ofarlega i huga, einnig umhverfis- og skipulagsmál. Til í slaqinn í borgarstjórn 9« Onnu Geirsdóttur, heilsugæslulækni Anna segist hafa fundið mikinn mun á ferlimálum fatlaðra eftir að hún kom heim frá Svíþjóð. Lengi hafi ekkert verið gert í þeim málum og það litla sem gert hafi verið, áður en Reykjavíkur- listinn tók við, hafi verið svo illa gert að t.d. fláar á gangstéttum hafi verið stór- hættulegir. Nú getur hún farið á hjólastóln- um sínum á góðviðrisdögum vestan úr bæ og niður í miðbæ því alls staðar eru komn- ir þægilegir fláar á gangstéttir. Henni finnst þó að stórátak þurfi að gera í snjómokstri, hér sé lítið og illa mokað miðað við í Sví- þjóð þar sem snjónum sé beinlínis ryksug- að burt. Þegar kemur að nýbyggingum seg- ir Anna að ýmislegt vanti upp á og veltir fyrir sér hvar eftirlit með reglugerðum sé, hún kemst t.d. ekki inn í nýtt hús Læknafé- lags íslands. Henni finnst líka mikið skorta á að hjólastólasalerni séu á opinberum stöðum, nýlega fór hún t.d. í íslensku Óp- eruna þar sem vonlaust var fyrir hana að komast á salerni. En hver er Anna Geirsdóttir og hvaðan er hún? „Ég er fædd í Reykjavík árið 1951 og ólst upp á Kleppsveginum frá fimm ára aldri. Foreldrar mínir eru Ásta Guðmundsdóttir sem er af sunnlenskum ættum og Geir Jón Ásgeirsson af húnvetnskum ættum og úr Biskupstungum. Mamma var heimavinn- andi þegar við systkinin fjögur vorum að alast upp en vann síðan við umönnun aldr- aðra á Hrafnistu í Hafnarfirði og Drop- laugarstöðum. Hún er að hætta um þessar mundir því hún er orðin 67 ára. Pabbi var bílstjóri og ökukennari, síðan verkstjóri hjá B.P en hann lést úr hjartaslagi árið 1980, aðeins 51 árs að aldri. Það var hálfu ári áður en ég slasaðist,” segir Anna og bætir við að hún sé elst af systkinum sínum en þau eru: Sigurbjörg, hjúkrunarfræðingur 31 v^ra

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.