Vera - 01.02.1999, Side 3
0
Sjálfsagi er besta vörnin
Frá sl. áramótum hafa átt sér stað miklar umræður um aga og uppeldismál og margir
tekið þátt í þeim. Vera lætur ekki sitt eftir liggja og er málið tekið fyrir í þema þessa blaðs.
Umræðurnar hafa snert marga fleti samfélagsins og ýmislegt hefur verið tínt til í því skyni
að skýra það agaleysi og upplausn sem talin er koma fram hjá ungu fólki. Við ætlum ekki
að taka undir þann kór því erfitt er að skilgreina eina kynslóð samfélagsins án tengsla við
aðrar. Vandamál ungs fólks er ekki einangrað vandamál - það er vandamál samfélagsins
alls.
í tengslum við umræður um aga er eðlilegt að augum sé beint að sjálfsaga sem er
mikilvægur eiginleiki hverrar manneskju. Ef börn læra að temja sér sjálfsaga verður þeim
margt auðveldara síðar á lífsleiðinni. Það hefurt.d. verið bent á að sjálfsagi sé eina vörnin
gegn auknu ofbeldi í samfélaginu - í kvikmyndum, tölvuleikjum og á internetinu. Til
dæmis hefur verið rætt um að koma þurfi upp læsingum í tölvur til þess að börn og
unglingar komist ekki í það ofbeldisefni sem þar er að finna. En þá benda aðrir á að
öruggasta læsingin sé inni í þeim sjálfum því sjálfsagi geti varnað því að þau sækist eftir
því að horfa á mannskemmandi efni.
Nýlega kynnti Gunnar Karlsson niðurstöður úr viðamikilli, alþjóðlegri rannsókn á viðhorfi
ungs fólks til lífsins og tilverunnar. Þegar hann var spurður hvað hafi komið honum mest
á óvart varðandi viðhorf ungra [slendinga sagði hann að það hefði verið hvað
unglingarnir okkar væru í raun góðar og velmeinandi manneskjur. Sannleikurinn er
nefnilega sá að viðhorf 15 ára unglinga árið 1996 báru þjóðfélagi okkar gott vitni.
íslensku ungmennin voru t.d. jafnréttissinnuðust þeirra 30 þjóða sem tóku þátt í
könnuninni, þau voru ekki ofbeldissinnuð í hugsun og létu sér koma við sitt nánasta
umhverfi.
Annað meginefni þessa blaðs er kynning á fulltrúum Kvennalistans á framboðslistum
Samfylkingar. Eins og öllum er kunnugt tekur Kvennalistinn þátt í sameiginlegu framboði
þriggja flokka við alþingiskosningar í vor og á fulltrúa ofarlega á listum í öllum
kjördæmum nema Norðurlandskjördæmunum. Kvenfrelsismál munu verða ofarlega á
málefnalista framboðsins og mörg baráttumál önnur bíða fulltrúa Kvennalistans, eins og
lesa má um í greinum þeirra hér í blaðinu. Það verður spennandi að fylgjast með
kosningunum í vor. Þær verða sögulegar I mörgum skilningi. Með góðu gengi
framboðsins má vænta þess að konum fjölgi verulega á Alþingi á næsta kjörtímabili.
Hverjir hafa lagt sitt
á vogarskálar jafnréttis?
Hverjir hafa unnið jafnréttis-
baráttunni gagn og hverjir ógagn?
Sendu VERU ábendingar.
plús
íslandsbanki
fyrir aö tileinka dagatal ársins 1999 íslenskum kvenskör-
ungum. Tólf konur, ein fyrir hvern mánuö, eru kynntar á
dagatalinu. I inngangi segir m.a. „Á þessari öld hefur hinu
aldagamla karlaveldi smám saman hrakaö þó aö bar-
áttuglööum konum hafi fundist heldur hægt miöa. En jafnvel
meöan karlaveldið var hvaö eindregnast voru ævinlega
uppi snillingar meðal kvenþjóöarinnar, sannir kvenskörung-
ar, dugnaöarforkar, spekingar, skáld og listakonur."
Fundaröðin Fleiri konur á Alþingi
sem stjórnskipuö nefnd um aukinn hlut kvenna f stjórnmál-
um stóö fyrir um allt land. Nefndin stóö einnig fyrir ágætri
auglýsingaherferð, um þaö leyti sem prófkjör fóru fram,
meö þessu vekjandi slagoröi: „Ef þú kýst ekki fulltrúa þinn,
kýs einhver annar fulltrúa sinn sem fulltrúa þinn."
Sjálfstæðismenn á Austurlandi
fyrir að kjósa Arnbjörgu Sveinsdóttur I prófkjöri I 1. sæti
framboðslista flokksins til Alþingis. Kosningin markar spor í
sögu þessa gamla flokks þvi Arnbjörg er fyrsta konan sem
nýtur þess trausts að leiöa lista Sjálfstæöisflokks í alþingis-
kosningum.
Landsbankinn og Búnaðarbankinn
fyrir aö mismuna kynjunum viö greiöslu bifreiöastyrkja og
brjóta þar meö jafnréttislög. Kærunefnd jafnréttismála geröi
athugun á bifreiðastyrkjum i bönkum og komst aö þeirri nið-
urstööu aö í þessum bönkum sé kynjunum mismunaö. í
framhaldi af því vakti nefndin athygli bankanna á þeirri
skyldu atvinnurekenda aö jafna stööu kynjanna innan fyrir-
tækis því munur á stööu karla og kvenna innan þessara
banka er sláandi.
Mjólkursamsalan
fyrir val á textum í annars ágætri auglýsingaherferö undir
slagoröinu: íslenska er okkar mál. Umræddur texti er tilvitn-
un í söguna um Dimmalimm þar sem segir af stúlku sem er
svo þæg og góö, og þar aö auki sæt. Þessi boðskapur hef-
ur haft nógu slæm áhrtf á ungar stúlkur i gegnum tíðina og
óþarfi aö ítreka hann á þessum vettvangi.
Launamisrétti kynjanna
i könnun Þjóöhagsstofnunar á tekjum og eignum lands-
manna, samkvæmt skattframtölum 1996 og 1997, var það
rækilega staöfest aö mikill munur er á tekjum kynjanna.
Framteljendum var skipt í tiu jafnstóra hópa og voru meðal-
árstekjur i hæsta tekjuhópi karla 5.031.000 krónur. I hæsta
tekjuhópi kvenna voru tekjurnar hins vegar aöeins
1.949.000 krónur sem er sama upphæö og meðaltal allra
karlanna.
3