Vera - 01.02.1999, Qupperneq 9

Vera - 01.02.1999, Qupperneq 9
Viðharf lýðskólanna Jákvæður mannskilningur og lýðræði var undirtónninn í manngildis- byltingunni. Þá endurfæddist tiltrúin á fólkið. Loks var það viðurkennt að fólk væri í eðli sínu óútreiknanlegar uppsprettur skapandi hug- mynda. Og þetta sama fólk hafði, um leið og það var óheft, einnig verkvit sem skapaði betri lífsforsendur. Það sannreyndi að örlög þess voru ekki mótuð „ofanfrá”. Sömu bjartsýnisviðhorf urðu til þess að bændastéttin, og síðar alþýðuhreyfingar á Norðurlöndum, byggðu upp sína lýð(há)skóla. Þar var menntun borin á borð á forsendum fólksins sjálfs. Það voru ekki lengur bara efnaðir stíf-flibba strákar af góðum ættum sem gátu hlotið menntun. Danskurinn Grundtvig bauð upp á námskeið fyrir bændafólk í „gagnlegum fræðum” sem fólkið elskaði. (Orðið gagnfræðaskóli á rætur sínar að rekja þangað en í Skandinavíu er að finna um 450 lýðskóla, tvo á Grænlandi og einn í Færeyjum. Þeir elstu eru frá miðri 19. öld.) Sá róttæki og jákvæði mannskilningur sem lýðskólafólk talar um gæti hljómað svo: Sérhver manneskja er skilgreind sem einstök / sérstök. Við erum öll hæf til að móta okkar örlög, bæði sem einstak- lingar og hluti af stærri heild. Manneskjan er tilfinningavera og er því í tilfinningalegu sambandi við annað fólk; gildin / „gullin” á markaðn- um eru ekki bara andleg og veraldleg heldur siðferðileg og snúast um samskipti og hlýju fólks sín á milli. Manneskjan er frjáls í eðli sínu og ef hún væri það ekki gæti hún ekki verið ábyrg. Lýðskólafólk kennir þátttöku í lýðræðislegu þjóðfélagi. Það vill sjá viðfangsefnin í heild- rænu samhengi. Það sér sig sem þátttakendur í margslunginni tilveru sem verður ekki skilin nema með hjálp margra. Teymisvinna getur best brotið viðföngin til mergjar. Mannskilningur lýðskólafólks er skýr. Hann er jákvæður, hyllir gagnrýna hugsun. Lýðskólinn vill afhjúpa blekkingar og finna það sem skiptir okkur máli; sannleikann og hamingjuna. Skóli er ekki hús heldur fólk í lýðskóla er umhverfið eins og á heimili. Þar er að finna litrika sali þar sem nemendur sitja í hring, eins og á ráðstefnu, og umhverfið er skreytt. Þar er setustofa með lifandi blómum, eldhúsið er hreint og myndir eru á salernum. Umhverfið er yfirlýsing um kennsluhætti sem eru í samræmi við skilninginn á manneskjunni. Þar kemur samræðan þekkingunni betur til skila en eintal. Kennarinn er ekki „fagmaður” á kaupi við að „hella upp á” nemendur, heldur er hann leiðbeinandi og hvati. Hann tryggir að nemendur geti tileinkað sér þá þekkingu sem á borðum er. Nemendur taka virkan þátt í stjórnun skólans sem og stundatöflugerðinni. Hún er „án veggja”, sem þýðir að allur heimur- inn er vettvangur rannsókna. Hópastarf / samskipti og tjáning eru metin sem „vinna” á skólaskírteininu sem ekki er prófskírteini (enda engin próf tekin). Og öll þrif og matargerð eru í höndum nemenda sjálfra. Reiðin sem nemandinn hugsanlega hefur innanbrjósts rennur af honum þegar kennarinn og aðrir í skólanum taka á móti honum með áhuga og hlustun. Náin kynni og alþýðlegt viðmót kennara gef- ur nemendum möguleika á að vera þeir sjálfir. Þeir verða frjálsir, þeir fara á flug og sjá heiminn sem möguleika, sem svið án veggja og þeir upplifa: Bjartsýni, drauma um bjarta framtíð og ástina. Þó svo sumir detti niður, þá tekur enginn frá þeim reynsluna úr háloftunum. Aginn kemur alltaf innanfrá. Agi byrjar aftur Agi litli byrjar aftur i skóla. Hann ar góður við alla skólafélagana. Hann tekur eftir því að: Allir eru mettir og sáttir. Þeim er hlýtt og hrósað. Þau fá að tjá sig, sýnast, gleyma og fela. Hér ríkir frelsi en þó reglur, sanngimi og skyldur. Agi htli er glaður og þakkar þolgæði skólans. Hann ætlar að hætta við að skrópa i prófunum. SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA Öryggi í fjármálum er mikilvægt til þess að fjölskyldan geti áhyggjulaus notið lífsins. Greiðsluþjónusta Sparisjóðanna léttir þér fjármálavafstrið, gluggabréf heyra sögunni til og þú hefur mun betra yfirlit yfir fjármálin.[Þú fjetur vaiið milli þriggja leiðaT) Greiðsluþjónustu Sparisjóðanna: [ Greiðsludreifing: Við gerum greiðsluáætlun fyrir árið og þú borgar jafnar mánaðarlegar greiðslur. Stakargreiðslur:]Sparisjóðurinn greiðir fasta reikninga, s.s. hitaveitu-, fjölmiðla- og rafmagnsreikninga. Greiðslujöfnun:| Komi til þess að greiðslur einstakra mánaða séu hærri en inneign þín lánar Sparisjóðurinn mismunmn. Greiðsluþjónusta Sparisjóðanna]er þægileg og örugg leið til að ná jafnvægi í fjármálum þínum og heimilisins.

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.