Vera - 01.02.1999, Page 20
Nóra er hetja
Þegar Bruðuheimili Ibsens var fyrst sett a svið i
Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn fyrir
120 árum olli það miklu fjaðrafoki og kom af stað
umræðu sem teygði anga sína um alla Evrópu.
Nóra Helmer ögraði mjög viðteknum siðareglum
og uppbyggingu samfélagsins með hinum fræga
hurðaskelli þegar hún hafði ákveðið að yfirgefa
indakonur fögnuðu þeim kvenfrelsissjónarmiðum
sem þar má finna.
Heiða Jóhannsdóttir og Sigrún Erla Egilsdóttir
fóru að sjá nýjustu uppfærslu Þjóðleikhússins á
Brúðuheimilinu og veltu því fyrir sér hvort hug-
myndir leikritsins eigi erindi við ungar konur í dag.
Að ágætri sýningu lokinni vöknuðu eftirfarandi
Brúðuheimili
eiginmann sinn og börn. Margir fordæmdu leikrit- hugleiðingar með þeim.
ið og sögðu það sýna siðspillingu en kvenrétt-
r
t
S: Eins og gagnrýnendur hafa bent á má alveg eins líta á leik-
ritið sem almenna samfélagsgreiningu, greiningu á hjónaband-
inu, samskiptum kynjanna og kynjahlutverkum, eins og grein-
ingu á stöðu konunnar. Ibsen fer þarna mjög náið í saumana á
hlutverki hvors kyns fyrir sig, þótt Nóra sé aðalþersónan, hetj-
an og hugsjónamanneskjan.
H: Eiginmaður Nóru, Þorvaldur Helmer, er e.t.v. fulltrúi raunsæ-
islegrar hugsunar því hann veit hversu harðir dómar samfé-
lagsins eru. Þegar Nóra falsar undirskrift föður síns í þeim til-
gangi að reyna að þjarga heilsu eiginmannsins stefnir hún
bæði fjárhagslegu og félagslegu öryggi fjölskyldunnar í hættu.
í sinni barnslegu einlægni trúir hún að þau hjónin geti sigrað
með því að standa saman og bjóða siðareglum samfélagsins
byrginn. Það er með því hugarfari sem hún gengur út úr þessu
átta ára hjónabandi.
S: Leikritinu sleppir þar sem Nóra skellir hurðinni á nefið á
20
Á meðan allt lék I lyndi hjá Helmer hjónunum. Elfa Ósk Ólafsdóttir
leikur Nóru og Baltasar Kormákur Þorvald.