Vera - 01.02.1999, Síða 24

Vera - 01.02.1999, Síða 24
þýðing: Fríðríka Benónýsdóttir Bella Abzug Ein merkasta kvenréttindakona aldarinnar Bella Abzug, lögfræðingur, kvenrétt- indakona, þingkona, friðarsinni og bar- áttukona fyrir friði, jafnrétti og félags- legu réttlæti lést í New York 31. mars 1998. Hún var ein merkasta kvenrétt- indakona aldarinnar og því við hæfi að minnast hennar. Bella Savitzky fæddist í Bronx-hverfinu í New York þann 24. júlí 1920. Foreldrar hennar voru rússneskir gyðingar sem flust höfðu til Banda- ríkjanna í leit að frelsi og jafnrétti. Snemma kom í Ijós að Bella var um margt ólík vinkonum sínum, hún lék sér með strákunum í tíuaura- harki á götunni og skeytti ekkert um það þótt slíkt þætti ekki við hæfi veluppalinna stúlkna. Strax á barnaskólaárunum var hún farin að dreifa bæklingum um nauðsyn þess að gyðing- ar eignuðust eigið riki og halda ræður um sama efni í neðanjarðarlestum New York borgar. Þeg- ar faðir hennar lést var hún þrettán ára gömul og gekk enn þvert á hefðirnar með því að heimta að fá að segja „kaddish” (hebresk bæn fyrir hinum látnu) í samkunduhúsinu í heilt ár. Þótt skýrt væri kveðið á um það í helgum ritum gyðinga að eingöngu karlmenn mættu flytja þessa bæn, þá létu rabbínarnir undan þrá- beiðni hennar. Bella gekk í Hunter College á Manhattan, þar sem hún var kosin formaður nemendafélagsins og vann sér það til frægðar að halda ræðu á nemendafundi ásamt með Eleanor Roosevelt, þáverandi forsetafrú Bandaríkjanna, og urðu þær góðar vinkonur uppfrá því. Að náminu í Hunter College loknu sótti Bella um í lagadeild Harvard háskóla, þótt þar væri konum ekki hleypt að, og fékk að sjálfsögðu synjun. En hún gafst ekki upp og fékk styrk til náms í lögfræði við Columbia University, þar sem hún var ein af sex konum í lagadeildinni. Hún útskrifaðist með láði vorið 1944, en stuttu fyrir útskriftina giftist hún Martin Abzug, ungum bissnessmanni sem einnig fékkst við að skrifa skáldsögur. Hjónaband þeirra varði allt til árs- ins 1986, þegar hann lést. Þau eignuðust tvær dætur. Samkvæmt hefðinni hefði Bella átt að helga sig eiginmanni, börnum og heimili, en það datt henni ekki í hug. Hún varð fljótlega þekkt sem ötull lögfræðingur þeirra sem minna máttu sín og sérhæfði sig í brotum á lögum um réttindi félaga í verkamannasamtökum og öðrum mannréttindabrotum og ávann sér virðingu starfsfélaga sinna smám saman, þótt hún þyrfti til að byrja með alltaf að mæta með hatt I rétt- arsalina til að dómararnir héldu ekki að hún væri ein ritaranna. f upphafi sjötta áratugarins varð hún enn þekktari þegar hún tók að sér að verja ýmsa þá sem ásakaðir voru um kommúnisma í norna- veiðum McCarthy-ismans. Hún lét sig heldur ekki muna um að bregða sér til Suðurríkjanna 24

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.