Vera - 01.02.1999, Blaðsíða 31

Vera - 01.02.1999, Blaðsíða 31
* 2,2% viðbótarsparnaður Um síðustu áramót ákvað ríkisstjórnin að hvetja til viðbótar lífeyrissparnaðar og heimila launafólki að fá 2% launanna skattfrjáls ef þau yrðu greidd í líf- eyrissjóð. Um leið var samþykkt að launagreiðend- ur greiddu 0,2% viðbótariðgjald í sjóð launa- mannsins, sem er 10% ávöxtun, en ríkið greiddi fyrirtækjunum það til baka með lægra trygginga- gjaldi. Mikill þrýstingur hefur verið á launafólk að Góður SjÓður fyrir þá sem hafa val Söfnunarsjóður lifeyrisréttinda er lifeyrissjóður þeirra sem ekki hafa fullnægt tryggingarskyldu sinni með aðild að öðrum lífeyrissjóðum og þeirra sem geta samkvæmt lögum valið sér lifeyrissjóð. Þvi getur breiður hópur greitt til sjóðsins t.d. ein- yrkjar. í samræmi við nýsett lög um skyldutryggingu lífeyris- réttinda og starfsemi lifeyrissjóða ber sjóðnum að innheimta iðgjöld af þeim sem af einhverjum ástæðum hafa ekki greitt i neinn lífeyrissjóð né tilgreint í skattframtali. Sjóðurinn mun innheimta iðgjöldin á grundvelli upplýsinga sem skattayfirvöld veita sjóðunum um fjárhæð greiddra launa og þar með ið- gjaldastofn. Sigurbjörn Sigurbjörnsson framkvæmdastjóri Söfnunarsjóðsins sagði frá möguleikunum sem bjóðast hjá sjóðnum. 5öfnunarsjóður lífeyrisréttinda var stofnaður með lögum frá Alþingi árið 1974. Hann er sjötti stærsti lífeyrissjóður landsins með eignir til greiöslu lífeyris um 15 milljarða króna I árslok 1998. Róttindi sem sjóðfélögum bjóðast eru einhver þau bestu sem samtryggingarsjóðir veita án ábyrgðar vinnuveitenda. Mikil áhersla hefur verið lögð á að halda rekstrarkostnaði í lágmarki og að ná traustri og góðri ávöxtun á eignir. Vegna þessa hetur tekist að ná fram auknum réttindum til handa sjóðfé- lögurn. í ársbyrjun 1997 voru t.d. róttindi til ellilífeyris aukin um 18%" seg- ir Sigurbjörn. Sigurbjörn leggur áherslu á sterka samtryggingardeild sjóðsins sem tryggir allt í senn róttindi til örorku-, elli-, maka- og barnalífeyris án þess að greiða þurfi fyrir einstaka hluta sérstaklega. Myndar deildin traustan grunn að ævilöngum lífeyri til sjóðfélaga. Mikilvægt er að allir búi við slík- ann grunn, ekki sist konur sem gera má ráð fyrir að lifi almennt lengur en karlar. Til viðbótar traustum grunni hefur verið sett á stofn hjá sjóðnum séreignardeild sem tekur við viðbótarsparnaði sjóðfélaga. Er hún alger- lega fjárhagslega aðskilin öðrum rekstri. Samið hefur verið eftir útboð á fjárrnálamarkaði við Búnaðarbanka íslands Verðbróf um ávöxtun viðbótar- 'urbjörn hjd Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda sparnaðarins. Er sá samningur hagstæður sjóðnum og þar með sjóðfé- lögum. Ávöxtun íjárins fer eftir ákveðnum fyrirfram settum reglum. „Megin styrkur Söfnunarsjóðsins er að traustur rekstur sjóðsins hefur leitt til þess að endurgreiðslur til sjóðfólaga I formi lífeyris eru góðar í sam- anburði við aðra samtryggingarsjóði" segir Sigurbjörn. „Samkvæmt lög- unum um starfsemi lífeyrissjóða er sjóðunum gert skylt að tryggja sjóðfé- lögum a.m.k. 56% a< meðalmánaðarlaunum sínum I ævilangan, mánaðar- legan lífeyri, svo fremi sem greitt hefur verið til sjóðs I 40 ár og lífeyristaka hefst við 70 ára aldur. Sambærilegt hlutfall hjá Söfnunarsjóðnum er 84%. Réttindastuðullinn er 1,8% á ári af þeim mánaðarlegu launum sem greitt er til sjóðsins. Makalífeyrir er einnig mikilvægur hjá sjóðnum en Söfnun- arsjóðurinn greiðir makalífeyri lengur en flestir aðrir sjóðir, eða til æviloka eftlrlifandi maka, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Petta skiptir miklu máli og er mikilvægt fyrir alla sem eru fjárhagslega háðir viðkomandi sjóð- félaga. Þar er ekki eingöngu um hjón eða sambúðarfólk að ræða heldur lika þá sem eiga með sér sannanlegt fjárfélag og það getur t.d. verið ógift systir sjóðfélaga."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.