Vera - 01.02.1999, Page 32
nýta sér þessa sparnaðarleið en margir hafa ekki tekið ákvörð-
un um hvort þeir velja hana. Algengt er að aðeins um fjórðung-
ur sjóðfélaga hafi sótt um þennan viðbótarsparnað. Frá ára-
mótum hafa baeklingar streymt inn um bréfalúgurnar frá lífeyr-
issjóðum og verðbréfafyrirtækjum með litprentuðum myndum
af hressu og ánægðu eldra fólki í heimsreisum eða við uppi-
byggileg tómstundastörf. Hver vill ekki vera heilbrigður og á-
nægður í ellinni? Vandinn er bara að velja hvernig við tryggjum
það best.
Útreikningur lífeyris - stig
Hér er dæmi um útreikning lífeyris miðað við 60.000 króna
mánaðarlaun árið 1996 (90.000 núna) sem í flestum sjóðum
gefur 1,5 stig á ári. Gert er ráð fyrir að sjóðfélagi hafi byrjað
að greiða í lífeyrissjóð 25 ára. Ef hann verður öryrki eða fellur
frá við 34 ára aldur eru réttindi hans framreiknuð til 67 ára
aldurs og miðast réttindi hans þá við 54 stig eftir sérstökum
reglum um útreikning.
32
Lífeyrissióður
verzlunármanna
er stærsti sjóðurinn
Elíti hjd Llfeyrissjóði verzlunarmanno
Lífeyrissjóður verzlunarmanna er stærsti lifeyrissjóður
landsins með eignir upp á 60 milljarða króna. Sjóðurinn var
stofnaður árið 1956 og er skráður fjöldi sjóðfélaga rúmlega
84.000. Á árinu 1998 greiddu yfir 34.400 manns til sjóðsins
sem unnu hjá tæplega 4.500 fyrirtækjum. Aðild að sjóðnum
eiga félagar í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur og fleiri
verslunarmannafélögum, en einstaklingum sem starfa á
sviði verslunar og viðskipta er einnig heimilt að greiða i
sjóðinn, sem og sjálfstæðum atvinnurekendum. Nýlega var
stofnuð séreignardeild hjá sjóðnum sem tekur við viðbótar-
framlagi sjóðfélaga.
Elin Valdís Þorsteinsdóttir lögfræðingur og innheimtu-
stjóri svaraði spurningum Veru um lifeyrissjóðinn.
5amtryggingasjóðir, eins og Lífeyrissjóður verzlunarmanna, byggja
á jafnréttishugsun, þar sem ekki er gerður greinarmunur á kyni
greiðanda eða hvenær á lífaldrinum greiðslurnar berast. Nýju líf-
eyrissjóðalögin styrkja lífeyriskerfið í landinu, sem hefur verið byggt upp
á síðustu áratugum, því með lögfestingu þeirra er ríkisskattstjóra fengið
eftirlit með því að allir launamenn leggi sitt af mörkum til þessarar sam-
tryggingar, þ.e. með 10% lágmarksiðgjaldi af heildarlaunum," segir Elín
Valdís.
Segir hún það nýmæli í lögunum að sjóðfélagi geti nú ákveðið á
grundvelli samkomulags, að skipta lífeyrisréttindum eða ellilífeyris-
greiðslum milli sín og maka eða fyrrverandi maka. Þetta á við um hjón,
sambúðarfóik og fólk í staðfestri samvist og tekur ákvæðið gildi 1. maí
n.k.
„Skipting lífeyrisréttinda er mikilvæg ef kemur til skilnaðar, sérstak-
lega fyrir þann aðila sem hefur haft minna tækifæri til þess að mynda
eign í lífeyrissjóði, t.d. heimavinnandi konur. Slíkt hefur stöku sinnum
verið gert hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Vegna sterkrar stöðu sjóðs-
ins voru lífeyrisréttindi sjóðfélaga aukin þ. 1. júlí 1997, þ.e. ellilífeyrir var
hækkaður um 11,8% og barnalífeyrir um rúm 30%. Þá kom inn nýr
möguleiki í makalífeyri og getur maki látins sjóðfélaga nú valið um að fá
greiddan makalífeyri samkvæmt verðbættri inneign sjóðféiagans svo
lengi sem hún endist, ef það gefur hagstæðari niðurstöðu en hefðbund-
inn makalífeyrir. Hefðbundinn makalífeyrir er alltaf greiddur í minnst tvö
ár en lengur ef eitthvað af eftirfarandi atriðum á við: eftirlifandi maki er
fæddur fyrir árið 1945, yngsta barn sjóðfélaga er yngra en 23 ára, mak-
inn er öryrki. Makalífeyrisreglurnar eru annars ekki einfaldar og þarf því
að skoða hvert einstakt tilfelli sérstaklega," segir Elín Valdís.