Vera - 01.02.1999, Blaðsíða 44

Vera - 01.02.1999, Blaðsíða 44
Dóra Líndal Hjartardóttir efst Kvennalistakvenna á Vesturlandi Dóra Líndal er fædd á Akranesi 9. ágúst 1953. Hún gekk hefðbundna skólagöngu á Akra- nesi og tók gagnfræðapróf frá Gagnfræða- skóla Akraness. Fram til 1973 stundaði hún ýmis störf á Akranesi en árið 1974 hóf hún á- samt manni sínum félagsbúskap á Vestri- Leirárgörðum með tengdaforeldrum sínum. Næstu 20 árin vann hún við landbúnaðarstörf ásamt heimilisstörfum. Hún gekk fljótlega í Búnaðarfélag Leirár- og Melahrepps og sat um skeið í stjórn, tók einnig þátt í störfum kvenfélagsins Grein um tima. Eftir 20 ára störf við landbúnað var skrokk- urinn farinn að láta sig og þá fann Dóra sér nýjan vettvang - tónlist. Hún byrjaði að kenna við Tónlistarskóla Borgarfjarðar og í Heiðar- skóla og árið 1989 hóf hún nám i tónmennta- kennaradeild við Tónlistarskólann i Reykjavík og lauk þaðan kennaraprófi 1992. Sama haust gerðist hún tónmenntakennari við grunnskólana á Akranesi og starfar nú við Grundaskóla. Hún hefur einnig unnið sem kórstjóri með barnakóra og kvennakórinn Ym, og með kór eldri borgara á Akranesi um skeið. Stuttu eftir að Samtök um kvennalista voru stofnuð hóf Dóra að starfa með þeim, m.a. við fjáröflun og kosningaundirbúning. i síð- ustu kosningum skipaði hún 6. sæti listans. Eiginmaður Dóru er Marteinn Njálsson bóndi og húsasmiður og eiga þau þrjú börn; Njál Líndal kennaranema, Ómar Lindal tann- læknanema og Karenu Líndal sem er að Ijúka 10. bekk frá Heiðarskóla í Leirár- og Mela- hreppi. Styrkjum fjölskylduna Samfylkingin hefur á stefnuskrá sinni marga þætti sem höfða til mín. Eftir að hafa starfað sem grunnskólakennari í sjö ár hef ég séð margt í hegðun barna sem beint má rekja til of mikillar vinnu foreldra. Það er sorglegt að heyra að börn á leikskóla- aldri skuli greind sem efni í afbrotamenn og ekk- ert gert til að hjálpa þessum einstaklingum til að fóta sig í lífinu. Hvernig er staða okkar þegar meðferðarstofnanir fyrir þörn og unglinga eru yf- irfullar og biðlistar eftir plássi? Höfum við þá haft tækifæri til að veita þeim alla þá ást og um- hyggju sem þau eiga rétt á? Ég vil beita mér fyrir því að 6 - 8 stunda vinnu- dagur sé nægjanlegur til viðunandi framfærslu einstaklinga og Parna þeirra, því ég tel fjölskyld- una vera mikilvægasta kjarnann í samfélagi okk- ar og að fjölskyldan þurfi að vera meðlimum sín- um raunverulegt skjól. Okkur er skylt að sam- ræmi milli heimilis og atvinnu sé í jafnvægi með- an börnin þurfa á okkur að halda og því tel ég að 12 mánaða fæðingarorlof sé ekki spurning held- ur eðlilegt, því eins og máltækið segir „lengi býr að fyrstu gerð.” Einnig þurfa foreldrar að geta skipt á milli sín fæðingarorlofinu. Bæta þarf stöðu barnafólks í formi skatt- greiðslu, t.d. með því að hafa fjölþrepa skattkerfi í tekjuskatti. Einnig er framfærslukostnaður mis- mikill eftir því hvar á landinu þú býrð, m.a. þarf að jafna húshitunarkostnað um landið þannig að allir sitji við sama borð. Eins og við vitum þurfa þeir sem ætla að mennta sig yfrleitt að sækja nám til Reykjavíkur eða Akureyrar með ærnum kostnaði. Þarna tel ég að efling fjarnáms komi til greina og þarf að styrkja þá stefnu sem þegar er hafin. Heilbrigð- isþjónustuna þarf að bæta um allt land svo að heilu byggðalögin standi aldrei frammi fyrir þeim vanda að enginn læknir sé á svæðinu. Leið til að tryggja þessa stefnu er að bæta samgöngur um landið, bæta atvinnulífið, efla menninguna og jafna framfærslukostnað. Landbúnaður hefur lengi átt í erfiðleikum og bændur haft lítil laun fyrir sína miklu vinnu, því þó krónurnar telji kannski hátt þá er of mikið sem fer til baka í kostnaðarliði, s.s. áburðar- kaup, fóðurbæti og margskonar þjónustu við búið. Mér finnst afar jákvæður sá áhugi sem er fyrir lífrænni ræktun í landinu og á ísland að vera framsækið á því sviði með því að styðja vel þessa framleiðslu og auka sölu hennar á erlend- um mörkuðum. Einnig er aukning á ferðamönn- um til landsins jákvæð en þá þarf að huga að því hvort við látum ferðamenn greiða aðgang að þjóðgörðum okkar líkt og gert er í öðrum lönd- um. Það er hægt að efla atvinnu með öðrum hætti en að setja niður stóriðju hingað og þangað um landið. Því landið okkar ísland er perla sem okk- ur ber að gæta fyrir komandi kynslóðir og því megum við ekki breyta svo ásjónu þess að það líkist spúandi dreka. Leiðrétting í síðasta tbl. Veru urðu þau leiðu mistök að rangur aukalitur var prentaður á átta síður blaðsins. Kom það sérlega bagalega út á bls. 56, í inngangi að grein um ferð Brautargengiskvenna til ír- lands . Eru hlutaðeigandi beðnar velvirðingar á mistökunum, svo og allir lesendur sem eflaust hafa átt í vandræðum með að lesa texta á Ijósbláum grunni. Aukaliturinn átti hins vegar að vera vín- rauður. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.