Vera - 01.02.1999, Síða 51
Feministi fer á bíó
Anna Ólafsdóttir Björnsson
L.
Vinterbergs og Valdísar
Kvikmyndafiátíð er lokið en gestirnir héldu áfram að narta í afgangana
dagana á eftir því vinsœlustu myndir hátíðarinnar voru sýndar áfram um
sinn. Meðal þeirra mynda sem náðu hvað mestum vinsældum varVeislan
(Festen) eftir Danann Thomas Vinterberg. Hún er ein sú ferskasta og
áhugaverðasta sem hingað hefur rekið í langan tíma. Myndin hlaut dóm-
nefndarverðlaunin í Cannes á sfðasta ári. Hún er gerð eftir forskrift þeirri
sem kölluð er Dogma 95 og Lars von Trier hefur einkum verið
talsmaður fyrir.
Vinterberg
Þau tíu atriði sem leikstjórar Dogma myndanna hafa að leiðar-
Ijósi fela flest ( sér að myndirnar virka „raunverulegri” en hin
venjuiega Hollywood-framleiðsla, kvikmyndavélin er í höndun-
um á tökumanninum sem eltir gjarnan leikarana, þeir eru í eig-
in fötum, fátt er um „fiff” og blekkingar kvikmyndanna og allt
þetta leggur að sjálfsögðu gríðarmikinn vanda á herðar klipp-
aranum. Valdís Óskarsdóttir sá um klippingu Veislunnar og
vinnur þar hreinlega þrekvirki, svo lipurlega líður þessi undar-
lega mynd áfram. Þótt leikararnir séu vissulega bæði eftir-
minnilegir og hæfir eru það þó leikstjórinn og klipparinn sem
móta þessa mynd öðrum fremur og gera hana að þeim dýrgrip
sem hún er. Það hlýtur að þurfa geysilega góða yfirsýn og aga
til að gera góða mynd sem er jafn ólgandi fjörug og Veislan en
jafnframt með jafn sterka undiröldu. Og það hefur einfaldlega
tekist.
burðarásina í gegnum persónu hans og skoða þær þreytingar
sem eiga sér stað og allt það vonda og góða sem brýst fram
eftir því sem líður á veislukvöldið. Aðrir hafa þó á vissan hátt
þyngri (eða alla vega þyngslalegri) hlutverk á herðum og leik-
ararnir eiga það sammerkt að skila fantagóðum leik. Það er
sama hvort litið er á afmælisbarnið, Helge, sem Henning
Moritzsen kemur óþægilega vel til skila, systurina Helene sem
Paprika Steen leikur, yfirkokkinn eða veislustjórann, myndin er
full af litlum senum þar sem hvert þeirra fyrir sig skilar sérlega
skemmtilegum leik. Hreyfiaflið í myndinni er, þrátt fyrir mikið
sprell og fjör, orðin - þung og máttug orð sem notuð eru til
háskalegra skylminga. Sá sem á fyrsta orðið (og síðasta) er
eldri bróðirinn Christian, en Ulrich Tomsen sem leikur hann
kom til íslands í tilefni sýningarinnar. Hann hefur vandasamt
hlutverk með höndum og skilar því vel eins og aðrir leikarar en
túlkun hans á Christian er dálítið sérstæð.
AIvarlegt efni og ágeng
fmmsetmng
Það er ekkert verið að tvínóna við að koma boðskap myndar-
innar á framfæri. Því hefur verið fleygt að hann sé nánast tugg-
inn ofan í áhorfandann og má það til sanns vegar færa. Ekki
veitir af, því Vinterberg er mikið niðri fyrir og ræðst gegn kúg-
un, feluleik og ömurlegum glæp sem einungis þrífst í skjóli af-
neitunarinnar. Það sem gerir skilaboð myndarinnar svo áhrifa-
rík er bæði sú ágenga framsetning sem Vinterberg velur og
ekki síður hryllilega fyndin lýsing á afneitun nánast allra í um-
hverfinu sem kjósa það frekar að dansa „konga” með níðing-
inn í broddi fylkingar en að horfast í augu við það sem hann
hefur gert. Rammi myndarinnar er heljarmikil fjölskylduveisla í
tilefni sextugsafmælis vel stæðs heimilisföður I notalegu
dönsku sveitinni, sem kannski er ekkert svo notaleg þegar allt
kemur til alls. Gestirnir streyma að, uppkomin börn, foreldrar
afmælisbarnsins og allir fínu vinirnir. Smá spenna í loftinu, en
það er jú eðilegt, eða hvað? Systkinin eru í lykilhlutverkum í
myndinni og eru hvert öðru eftirminnilegri. Yngri bróðirinn
Michael (Thomas Bo Larsen), sem virðist alltaf vilja gera gott
úr öllu en ferst það reyndar afskaplega misvel, er líklegast sá
sem grípur athyglina helst. Það er dálítið merkilegt að lesa at-
Skiptir Dogma 95 máli?
Margir hafa spáð því að Dogma 95 sé bóla sem eigi eftir að
ganga sér til húðar á skömmum tíma. Því er ennfremur haldið
fram að aðferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif á áhrifamátt kvik-
myndarinnar Veislunnar. Ég neyðist til að vera því ósammála,
því ég held að sá brýni boðskapur sem Vinterberg er að djöfl-
ast við að koma á framfæri skili sér einmitt svo vel vegna að-
ferðarinnar sem notuð er. Og mér sýnist á viðtölum við Vinter-
berg að hann ætli ekkert endilega að láta staðar numið í við-
leitni sinni við að fara nýjar slóðir. „Við (Dogma-leikstjóramir)
erum í uppreisn gegn mestöllu því sem gert er í kvikmynda-
gerð. Flestar myndir eru fyrirsjáanlegar og listrænt geldar.”
Hann hefur líka lýst því yfir að hann sé í uppreisn bæði með
formi og efnistökum sínum. Og sé þetta það sem koma skal í
þessari viðleitni er vonandi að hann fái tækifæri til að halda
áfram enn um sinn. Thomas Vinterberg er ungur leikstjóri og
virðist ólgandi af sköpunargleði. Hann flíkar því gjarnan að
hann sé afsprengi uppeldisins sem hann fékk í hippakommúnu
utan við Kaupmannahöfn. Nú er hann kallaður gulldrengurinn,
eftir verðlaunin I Cannes. Kannski svolítið þversagnakennt, en
það er varla verra.