Vera - 01.02.1999, Blaðsíða 54

Vera - 01.02.1999, Blaðsíða 54
Hjálpartæki við þvagleka Edda Ólafsdóttir og Unnur Björk Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingar hjá Össuri í versluninni ÖsSLir viö Grjótháls 5 í Reykjavík fást hjálpartæki til varnar þvagleka og til að styrkja grindarbotnsvöðva. Tveir hjúkrunar - fræðingar eru starfandi þar, þær Edda Ólafsdóttir og Unnur Björk Gunnarsdóttir. Veita þær stöllur viðskiptavinum þjónustu og ráðgjöf í einrúmi en þær hafa móttöku inn af versluninni sem er í glæsilegu húsnæði. Fór undirrituð á þeirra fund til að fræðast nánar um þessi hjálpartæki. Margir viðskiptavinir leita ráða hjá hjúkrunarfræðingunum og segjast þær ávallt ráðleggja konum sem koma vegna þvagleka að leita til læknis fyrst svo greina megi vandann. Þær telja að þvagleki sé út- breiddari en margan grunar og máli sínu til stuðnings benda þær mér á rannsókn frá 1997 sem gerð var meðal ungra kvenna í Kópavogi á vegum hjúkrunar- fræðinema. í úrtakinu voru 250 konur á aldrinum 20 - 40 ára. Niðurstöður sýndu að algengi þvagleka var 36,9% meðal þátttakenda, þar af voru 8,2% með daglegan leka. Fæðingar voru stærsti orsakaþátturinn, eða í 86,7% tilfella. (Sjá: Lokaverkefni í hjúkrunarfræði við H.í. í 25 ár, Háskólaútgáfan, 1998). Hætt er við að sumar konur einangrist félagslega vegna þvagleka, hafi þær ekki fundið góða lausn á vandanum, en í dag ætti engin að þurfa þess. Hjá Öss- uri fæst Contrelle þvaglekatappinn. Hann er einnota og fæst í þremur stærðum. Tappinn er úr efni sem ekki ertir eða þurrkar upp slímhúð leggang- anna. Hann er vættur fyrir notkun og settur upp í leggöngin með aðstoð hjálparpinna, auðvelt er að finna hve langt upp hann á að fara. Tappinn virkar þannig að hann styður við þvagblöðr- una og hjálpar þannig konum að hafa betri stjórn á þvaglátum. Tappann er hægt að vera með í allt að 16 klst. og ekki þarf að fjarlægja hann við þvaglát. Á hinum Norðurlöndunum hefur þvag- lekatappinn verið niðurgreiddur af al- mannatryggingum. Edda og Unnur eru I engum vafa um fyrirbyggjandi gildi grindarbotnsæfinga, en þær vita líka að æfingarnar eru ýmist gerðar vitlaust eða alls ekki. Hjá Össuri fæst stórsniðugt þjálfunartæki að nafni Vagitrim sem hjálpar konum að gera grindarbotnsæfingar. Undirrituð gat ekki varist brosi er hún sá þessa frábæru lausn. Vagitrim samanstendur af fjórum misstórum og misþungum kúlum í nettu veski. Spotti hangir í hverri kúlu og hægt er að þekkja kúlurnar í sundur á mis- munandi litum. Mikilvægt er að lesa meðfylgjandi leiðbeiningar en ráðlagt er að kona hefji þjálfun með léttustu kúl- unni. Við æfingar er kúla sett uþþ í leggöngin og er hún bleytt áður eða smurð með örlitlu kremi sem notað er gegn þurrki í leggöngum. Þá er grindar- botnsvöðvinn spenntur utan um kúluna. Tilgangurinn með því að setja kúluna upp er sá að konan finni að hún spenni grind- arbotnsvöðvana. Lítli taska í hillu á bað- herberginu minnir mann á að gera æfing- arnar og það er til dæmis góð regla að gera þær um leið og farið er í sturtu á morgnana. Verði það að reglu gleymast þær ekki. f lok samtalsins brosum við út f annað þegar Edda minnir á að ekki sé ó- nýtt að þessi þjálfun bætir líka kynlífið. Nú ætti enginn að efast lengur - sterkur grindarbotn, betra líf. VSV 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.