Vera - 01.08.1999, Síða 3

Vera - 01.08.1999, Síða 3
V e r a á n ý r r i ö I d Seinni árshelmingur síðasta árs aldarinnar og árþúsundsins er runninn upp. Mikið er rætt um 21. öldina og nýja árþúsundið og ekki laust við að spenna sé farin að myndast innra með okkur jarð- arbúum gagnvart því sem framundan er. Hvernig verður lífið á nýrri öld? Varla mun það gjörbreyt- ast á einu andartaki um næstu áramót, það hlýtur að verða f beinu samhengi við það líf sem við lifum nú og höfum lagt grunn að undanfarin ár. Fjölmiðlaöld hefur 20. öldin oft verið nefnd. Á síðustu áratugum hennar hefur fjölmiðlum fjölgað °9 önnur miðlun upplýsinga bæst við, hér á landi sem annars staðar. Mörg tímarit eru gefin út miðað við fólksfjölda og samkeppnin hörð þeirra á milli og við aðra fjölmiðla. I þessu umhverfi hef- ur VERA, tfmarit um konur og kvenfrelsi, lifað ( 17 ár og horfir nú fram á Iffið á nýrri öld eins og aðrir jarðarbúar. Margt hefur breyst f samfélagi okkar á þessum 17 árum og sú umræða sem hófst á sfðum VERU °g á fundum Kvennaframboðs og Kvennalista hefur breiðst út og verið tekin upp af fleirum. Þvf er eðlilegt að spurt sé hvort því verkefni sem VERU var ætlað að sinna í upphafi sé lokið. Er enn- þá þörf fyrir blað eins og VERU? Þessa spurningu þurfa íslenskar konur að taka til umræðu á næstu misserum þvl VERA stendur á tímamótum. Útgefandi blaðsins, Kvennalistinn, hefur breytt starfsemi sinni og mun ekki geta styrkt blaðið fjárhagslega í framtíðinni. Blaðið þarf þvf að treysta útgáfugrundvöllinn með öðrum hætti og þá möguleika þarf að athuga vandlega. Er fjölmiðlaþörf kvenna sinnt að fullu á öðrum vettvangi? Er enn þá þörf á blaði sem tileinkar sér femínískt sjónarhorn og er málgagn kvennabar- áttu? Við, sem að blaðinu stöndum, svörum fyrri spurningunni neitandi en þeirri seinni játandi og köllum eftir viðbrögðum ykkar, lesendur góðir, t.d. á Netinu. Við erum ekki að gefast upp, síður en svo. Blaðið flutti nýlega skrifstofur sfnar f Hlaðvarpann ~ Kvennahúsið - sem við vonumst til að muni vaxa og dafna sem slíkt í framtlðinni. Nýr útlitshönn- uður, Guðrún Katla Henrysdóttir, hefur tekið við blaðinu og nýr Ijósmyndari, Sólrún Jónsdóttir, verið ráðin. Það verður gaman að takast á við lífið á nýrri öld með kvennabaráttuna í farteskinu. Hún var ekki til lykta leidd á gömlu öldinni, eða finnst ykkur það? Hverjir hafa lagt sitt á vogarskálar jafnréttis? Hverjir hafa unnið jafnréttisbaráttunni gagn og hverjir ógagn? Sendu Veru ábendingar L Ú S Rfkisstjórn Austurríkis fyrir vel útfærð lög sem banna ofbeldi á heim- ilum. Með þessari lagasetningu stiga Austurrík- ismenn mikilvægt skref í þá átt að sporna við þeirri vá sem víða þrifst innan fjögurra veggja heimilisins og lög flestra landa ná ekki yfir. Lög- in kveða á um að fjarlægja megi þann sem veldur ofbeldinu og meina honum aðgang að heimilinu í tiltekinn tima meðan unnið er í mál- inu. Kvennakirkjan fyrir útgáfu á bókinni Vinkonur og vinir Jesú sem Jafnréttisnefnd Reykjavíkur styrkti. I bók- inni er textum Biblíunnar snúið á mál beggja kynja og ekki sagt: „Verið glaðir og fagnið," heldur „Verið glöð og fagnið," svo dæmi sé tekið. I þúsund ár hafa konur þurft að tileinka sér texta þar sem ekki er talað í þeirra kyni. Þessi bók er því löngu tímabær. @M ' ^ U S Nektardansstaðir i miðbæ Reykjavíkur sem hefur fjölgað í sjö á stuttum tíma. Sú starf- semi sem þar fer fram er með öllu óásættanleg. Naktar stúlkur dansa og fá ekki kaup nema hluta af því sem viðskiptavinirnir láta af hendi rakna - hitt fer i vasa umboðsaðila. Aðaltekju- lindin er að lokka karlmenn inn i búr á einka- sýningar þar sem haldið er áfram að vekja upp hjá þeim girnd og losta með svokölluðum kjöltudansi.... Dagblaðið / Vísir fyrir að birta á hverjum degi fjölda auglýsinga frá stefnumótalínum. „Sjortari - nýr á hverjum degi!" „Finndu hvernig ég vef fótleggjunum um þig og þrýsti." „Hljóðritanir af raunveru- legu ástalífi." Þessi og álíka slagorð geta börn- in okkar lesið á hverjum degi I DV og horft á myndir af „lostafullum" Ijóskum. Lengi lifi við- skiptafrelsið! Sjónvarpsstöðin Skjár 1 fyrir þáttinn Með hausverk um helgar sem þar er á dagskrá á föstudags- og laugardagskvöld- um. Þátturinn er „opinn" með áhorfendum I sal og býður upp á mikið framboð af kvenfyrir- litningu, einhæfum kvenlmyndum og lágkúru. T.d. er vinsælt að koma I þáttinn með verðandi brúðir úr miðjum gæsapartýjum, að sjálfsögðu (mismunandi ástandi. VERA • 3

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.