Vera - 01.08.1999, Qupperneq 8

Vera - 01.08.1999, Qupperneq 8
Binfaldleiki °Snotagildi lykill að goðri liönnnn p o Gunnhildur Gunnarsdóttir arki- tekt er búsett í Hafnarfirði, en hún rekur fyrirtækið Borealis arkitektar þar í bæ. Gunnhildur er tiltölulega nýsest að á íslandi en hún hefur dvalið erlendis við nám og störf í fjöldamörg ár. Hún nam arkitektúr við Arki- tektaskólann í Osló og starfaði í Stokkhólmi í tvö ár eftir það. Þegar henni veittist styrkur frá japanska menntamálaráðuneyt- inu hélt Gunnhildur til Japan í framhaldsnám og dvaldi í þrjú og hálft ár við lista- og hönn- unardeild Tsukuba-háskóla. Eft- ir að hafa lokið mastersnámi bauðst Gunnhildi að dvelja áfram við doktorsnám en hún hélt þess í stað heim til að end- urnýja tengslin við ísland. Heiða Jóhannsdóttir ræddi við Gunn- hildi um japanska hönnun, ís- lenskan atvinnurekstur og jafn- vægið milli arkitektúrs og um- hverfis. Vinnustofan fer ekki varhluta af hreinleika jap- anskrar hönnunar, svartmálaðir glugga- og dyrakarmar og myndir á veggjum með jap- önsku letri. Ég spyr Gunnhildi hvaða mark húsagerðarlist þessarar framandi þjóðar hafi sett á hana. „Nálgun við viðfangsefnið í hefð- bundinni japanskri hönnun og formsköpun er allt önnur en gengur og gerist í vestrænum arkitektúr. Kynni mín af þeirri hugsun hafa haft ótvíræð áhrif á það sem ég er að gera í dag. Það sem heillaði mig mest er einfaldleiki og áhersla þeirra á og næmni fyrir efniskennd." Gunnhildur fylgist vel með nýjum straum- um ( faginu. Hún hefur m.a. skrifað um jap- anskan og norrænan arkitektúr í erlend fag- tímarit og er nýkomin frá Osló þar sem hún hélt fyrirlestur um japanskan nútímaarkitektúr. „I japanskri hönnun er að finna mjög ferska strauma," bendir Gunnhildur á. „Minn uppá- haldshönnuður er japönsk kona sem heitir Sejima Kazuyo því hún er svo frjáls og leikandi í sinni hönnun." Auk þess að dvelja í fjarlæg- um heimshluta við nám, hefur Gunnhildur heimsótt jafn ólík lönd og Kína, Rússland, Filipseyjar og Suður-Ameríku, auk Bandaríkj- anna og flestra Evrópulanda. „Það er hverjum manni hollt að dvelja erlendis um tíma og kynnast framandi menningu," segir Gunnhild- ur. „Maður kynnist allt öðru verðmætamati og hugsunarhætti sem hvetur mann til að endur- meta eigin þekkingu og reynslu. Með því að fara til Japan má segja að ég hafi fengið ákveðna endurskoðun á skólann sem ég hafði farið í gegnum. Þannig öðlaðist ég víðsýni sem hefur nýst mér í minni formsköpun og hönn- un." Þrátt fyrir að hafa verið boðinn styrkur til doktorsnáms kaus Gunnhildur að koma heim að mastersnámi loknu. Hún segir það ekki hafa verið áfallalaust að flytja hingað aftur þar sem (sland hafi komið sér fyrir sjónir sem frekar ein- hæfur menningarheimur. „Eftir að hafa dvalið erlendis í tólf ár, var margt orðið mér framandi hérna heima," segir hún. Hvernig er þá að starfa hérna heima við fagið í samanburði við útlönd? „Markaðurinn á Islandi er ólíkur því sem gerist erlendis. Þar er alla jafna unnið I stórum rekstr- areiningum þannig að hver fæst við það sem hann er hæfastur til. Sem atvinnurekandi á Is- landi lendir þú hins vegar í þeirri stöðu að vera framkvæmdastjóri, ritari og starfskraftur í þínu fyrirtæki. Mikil orka fer í að sinna öllum þess- um hlutverkum og því nýtist sérþekking manns ekki til fulls." Gunnhildur er spurð hvort henni þyki sér- þekking ekki metin sem skyldi hérna heima, segir hún það misjafnt eftir við hvern sé skipt. „Ég held að fólk sé sífellt að gera sér betur grein fyrir gildi þess að verja fé í hönnun og átta sig á raunverulegu verðmæti sllkrar þjón- ustu," segir Gunnhildur. Á hvað leggur þú helst áherslu í þinni hönnun? „Hvert verkefni miðast auðvitað fyrst og fremst við þann sem verið er að vinna fyrir, ég fylgi t.d. ólíkum áherslum þegar ég vinn fyrir fjölskyldu annars vegar og stóran vinnustað hins vegar." Gunnhildur segist þó ávallt reyna að halda í ákveðinn einfaldleika og notagildi sem að hennar mati eru lykillinn að góðri hönnun. „Ég tel mikilvægt að forðast það að fara kostnaðarsamar leiðir sem oftar en ekki skila litlu þegar á hólminn er komið." I þessu 8 • VERA

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.