Vera - 01.08.1999, Side 21

Vera - 01.08.1999, Side 21
nema sjálfsvirðingunni segir Sæunn Axelsdóttir saltfiskverkandi, hnsmóðir og hóteleigandi á Ölafsfirði / 30. júlí sl. sagði fyrirtækið Sæunn Axels ölln starfsfólki í saltfiskvinnslu sinni á Olafsfirði, 70 manns, upp störfum. Það var gert til að mótmæla því að fyrirtækið fékk ekkert af svokölluðum byggðakvóta sem Byggðastofnun lilhlutaði til þeirra byggðarlaga sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Sæunn Axelsdóttir rekur þetta fyrirtæki ásamt fjölskyldu sinni og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir framsækni og dugnað. Þau reka einnig útflutningsfyrirækið Valeik sem er næststærsti útflytjandi á saltfiski hér á landi. Aðstæður fyrirtækisins eru þó mjög sérstakar þar eð þ<t| á engan kvóta og hefur þurft að leigja hann íyrir hundruð milljóna eða kaupa fisk frá öðrum heimsálfum. Ekki er það þó svo að Ólafsfirðingar hafi ekki eignast kvóta í gegnum árin en Iiann er allur kominn yfir í fyrirtækið Þormóð ramma - Sæberg sem hefur aðsetur á Siglufirði. Við sameininguna átti Sæberg á Ólafsfirði fimrn togara en ísfisktogararnir voru seldir og nú á fyrirtækið aðeins frystitogara. Sæunn Axels er því eill fárra en jafnlramt stærsta lisk- vinnslufyrirtækið á Ólafsfirði sem veitir landverkafólki atvinnu. Hvað ætla stjórnvöld að gera í atvinmunálum landsbyggðarinnar? Sæunn Axels og fjölskykla hennar hefur lagt spilin á borðið og starfsfólk fyrirtækisins sýnir þeim fyllsta stuðning. VERA fór íil Ólafsfjarðar um iniðjan ágúst og fræddist um ævintýralega uppbygg- * ingu á saltfiskverkun Sæunnar Axels sem hófst á einni Jílilli irillu fyrir 19 árum. VERA • 21

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.