Vera - 01.08.1999, Síða 23

Vera - 01.08.1999, Síða 23
Grímseyjar. Þá var Sæunn 17 ára. Foreldrar hennar eignuðust nlu börn og eru sex þeirra á lífi. Ásgeir er líka Ólafsfirðingur. Hann var bæj- arritari á Ólafsfirði I yfir 20 ár og var einn af átta stofnendum útgerðarfyrirtækisins Sæ- bergs á áttunda áratugnum. Þar vann hann um tíma áður en hann kom yfir ( fjölskyldufyrir- tækið. Ég var orðin fertug þegar þetta byrjaði, hafði verið húsmóðir fram að því og lít alltaf á mig sem húsmóður. Það er fátt sem veitir mér meiri ánægju en að gleðja fólkið mitt með góðum mat. Við Ásgeir giftumst ung og eign- uðumst þrjá stráka á árunum 1963 til 1967, Ásgeir Loga, Axel Pétur og Frímann, og 1977 fæddist Kristján Ragnar. Á sama tíma byggð- um við stórt hús og ég lagði mitt af mörkum með því að taka menn í fæði, t.d. vinnuflokka sem hér voru við ýmsar framkvæmdir. Ég eign- aðist llka prjónavél og prjónaði nærfatnað, peysur, húfur o.fl. sem ég seldi bæði inn á Ak- ureyri og suður I Hagkaup. Þegar eldri strák- arnir komust á unglingsár lögðum við saman I púkk og létum smíða fyrir okkur trillu, Kristján ÓF 51. Þetta hafði lengi verið draumur hjá okk- ur þvl það er sjómannsblóð I æðum okkar, tengdafaðir minn Ás- Með mömmu sinni, Petru Rögnvaldsdóttur. „Mamma hefur verið okkur ótrúlegur bakhjarl og hún taldi i mig kjark þegar henni fannst ég vera að svigna." menn til að róa en var sjálf I landi að verka. Þetta varð til þess að við náðum að halda bátn- um en ég hef aldrei I lífinu þurft að taka ann- að eins á," segir Sæunn og þá er nú mikið sagt. „Þetta var hörð útivist, ég stóð við fast að því allan sólarhringinn auk þess sem þetta var mikill snjóavetur og frosthörkur miklar. Þegar ég kom heim var ég auðvitað uppgefin og út- tauguð og á þessum tlma voru strákarnir farn- ir I menntaskóla og háskóla. Við stóðum því á krossgötum og maðurinn minn spurði hvort við ættum ekki bara að láta staðar numið, selja bátana og kaupa geir Frímannsson var t.d. lengi farsæll skip- stjóri hér á Ólafsfirði. Strákarnir tóku þetta mjög alvarlega og sýndu mikla ábyrgðar- kennd. Frímann seldi t.d. mótorhjól sem hann hafði fengið I ferm- ingargjöf og þeir neituðu sér um bíóferðir I nærri heilt ár. Vorið sem við byrjuðum að róa réði Axel Pétur sig I kaupavinnu inn I Fljót til að vera varaskeifa ef ekkert myndi nú fiskast. Frí- mann fór I frystihúsið en við Ásgeir Logi fórum á sjóinn. Þegar við komum I land mættu Frl- mann, Ásgeir maðurinn minn, og mamma, sem þá var komin fast að áttræðu, og við spyrtum allan fiskinn sjálf en þá fékkst gott verð fyrir skreið I Nígeríu." Mæðginin fiskuðu vel og 1982 ákváðu þau að kaupa stærri bát, Sæunni ÓF 7. Strákarnir unnu fyrir menntaskólanámi sínu og fyrir dvöl sem skiptinemar I Ástralíu. Á veturna keypti Sæunn 30 kassa úr hverri löndun hjá togurun- um og þau hjón flöttu fiskinn og söltuðu I litl- um skúr sem þau fengu lánaðan. „1985 vorum við orðin illa stödd með af- borganir af stærri bátnum og þá ákvað ég að fara með hann á vetrarvertíð norður I Grímsey. Ég tók yngsta strákinn með og réði þrjá unga Mamma kippadi ineð mér liausa og við Asgcir hengdum |>á upp í hjallana cldsnemma á morgnana, áður cn hann fór í vinnu. Við mamma áttuin góða tíina sainan yl'ir hausunum. okkur t.d. sumar- bústað. En ég var ekki á þvl að hætta, spurði hann einfaldlega: „Sérðu mig I sum- arbústað?" Það voru ekki höfð fleiri orð um það og við réð- umst I að byggja fyrsta verkunarhúsið okkar, 150 m2 að stærð." Þegar þessi ákvörðun var tekin fór boltinn að snúast hraðar. Sæunn fór að viða að sér meiri fiski en þau héldu áfram að verka hann sjálf. Þegar mest var að gera réði hún fólk til aðstoðar en það var ekki fyrr en 1988 að hún réð fólk I fasta vinnu. „Mamma kippaði með mér hausa og við Ásgeir hengdum þá upp I hjallana eldsnemma á morgnana, áður en hann fór I vinnu. Við mamma áttum góða tíma saman yfir hausunum. Þá sagði hún mér sögur en hún er fróð og vel lesin og man gamla tím- ann vel þar sem hún ólst upp við vinnu frá blautu barnsbeini. Mamma hefur verið okkur ótrúlegur bakhjarl og taldi I mig kjark þegar henni fannst ég vera að svigna." æunn segir að fyrirtækið hafi þróast og vaxið stig af stigi og hvað tekið við af öðru án þess að það væri planað fyrir- fram. 1989 keyptu þau gott fiskverkun- arhús af þrotabúi fyrirtækis sem hafði ætlað að verka kaví- ar I Ólafsfirði. Þar komu þau upp að- stöðu til að þurrka saltfisk á Brasilíu- markað. Þau keyptu llnubátinn Ásgeir Frímanns 1990 og þurftu líka að kaupa fisk á mörkuðum. Þurrkaður saltfiskur hefur síðan verið uppistað- an I framleiðsluvöru fyrirtækisins. Ásgeir Frí- manns var seldur fyrir nokkrum árum en um áramótin keypti fyrirtækið Kristján ÓF 51, 240 tonna línuskip. Af strákunum er það að segja að eftir stúd- entspróf fór Ásgeir Logi I sjávarútvegsfræði I Tromsö, Axel Pétur lærði kvikmyndagerð I Frakklandi og Frímann lærði lögfræði I tvö ár. Kristján Ragnar fór til Barcelona að læra spæn- sku eftir stúdentspróf. „Þeir lærðu það sem þá langaði til og við hvöttum þá til þess, en síðan komu þeir aftur að fyrirtækinu. Reyndar fór Ásgeir Logi úti I pólitík og er nú varaþingmað- ur fyrir Sjálfstæðisflokkinn og bæjarstjóri I Ólafsfirði. Axel Pétur er framkvæmdastjóri Sæ- unnar Axels ehf. og Frlmann selur fyrir Valeik, útflutningsfyrirtækið okkar I Hafnarfirði, og kaupir inn fisk fyrir okkur." Sæunn seldi saltfiskinn I gegnum Samtök íslenskra fiskframleiðenda (SlF) fyrstu árin en hún étti þátt I þvi að rjúfa skarð I einokunar- múrinn sem saltfisksalan var I á þessum árum. Málið byrjaði þegar Ásgeir Logi var að skrifa lokaritgerð um skreiðar- og saltfisksölu við sjávarútvegsháskólann. „Þegar hann var að afla efnis I ritgerðina ferðaðist hann um Evrópu og þá vöknuðu hjá honum ýmsar spurningar. Hann hringdi I mig og ég fór að spyrja óþægi- legra spurninga innan SlF. Þá var farið að stja- ka við mér og ég var ekki lengur „elsku kerl- ingin þeirra" eins og áður. Mér var hreinlega sagt að vera ekki að skipta mér af því sem mér kæmi ekki við. Ég var þó bara að spyrja um markaðsmál, t.d. hvort hagstæðara væri að verka lltinn fisk eða stóran I það og það skipt- ið. Þetta endaði með því að ég sagði mig úr samtökunum I febrúar 1992 og fékk leyfi frá utanríkisráðuneytinu til að flytja út gám og gám. Fljótlega eftir það brotnuðu samtökin upp og útflutningur á saltfiski var gefinn frjáls." V E R A • 23

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.