Vera - 01.08.1999, Side 26

Vera - 01.08.1999, Side 26
Þórunn Eymundsdóttir — gamla kempan Helga Thorberg ókilar artjleijjðinni til ungu kvennanna Helga gengur inn i Grjótaþorp... Það eru örugglega æði margir sem sjá fyrir sér konur að brenna brjóstahaldara yfir logandi öskutunnum þegar þeir hugsa um femínista! Helga Thorberg er ein af þessum konum sem hefur alla sína æfi verið að brenna brjóstahaldara, bæði sína og annarra. Hún er dóttir einstæðrar móður, Minnu, eithvað sem fyrir fimm- tíu árum var nánast óbærilegt í samfélagi þess tíma. Helga er fædd í Vestmanna- eyjum og alin upp í Reykjavík, þó með ýmsum útúrdúrum. Hún er útskrifaður leikari og hefur starfað sem leikari, leikhöfundur og leikstýra. Síðastliðin sex ár hefur Helga rekið blómabúðina Blómálfinn á Vesturgötu og hefur hún ýmsa menntun héðan og þaðan af námskeiðum og öðru í blómalistinni. Jæja, Helga, hvar varst þú á kvennafrídaginn 1975? Brenndir þú brjóstahaldara með kynsystrum þínum? „Ég fór með systur minni og móður, dró móður mína nauðuga, viljuga frá heimilisverkunum. Þá bjó mamma hjá mér og var að hjálpa mér að passa strákinn minn. Systir mín og kærastinn hennar voru í mat hjá okk- ur og mömmu fannst svo ofboðslega leiðinlegt að geta ekki eldað fyrir sérstaklega hann, kærastann. En, húsinu var lokað og læst og í eldhús- ið skyldi hún ekki fara. Hún fór með okkur og við höfðum það alveg hryllilega gaman, tókum þátt í fjörinu, sungum með hnefann á lofti og það var mikil baráttustemning." Hver er svo stærsti sigurinn síðan þá? „Þeireru nokkuð margir. Kjör Vigdísar var mjög mikilvægt. Kona, ein og einstæð móðir, það var rosalegur sigur og það sem var svo gagnlegt við það var að þarna þurfti öll þjóðin að hugleiða þetta, það þurftu allir að hugsa: Er þetta hægt? Afhverju er þetta ekki hægt og auðvitað er þetta hægt. Það eru svona atburðir sem fá alla til að hugsa upp á nýtt, þeir voru neyddir til þess. Síðan var það aftur Kvennaframboðið, þá hugsaði fólk: Konur, einar með lista, nei það er ekki hægt. Vitlausar kerlingar og allt það. Öll þjóðin fór af stað og allir höfðu skoðun á þessu. Það er rosa- lega hollt þegar eithvað kemur upp eins og þessi atburður og ég held að fram að þessu sé það þetta tvennt sem stendur uppúr." 26 • VERA

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.